11.5.2007 | 09:55
Viðeigandi slóðir
Ég prófaði um daginn að slá inn svifryk.is og lenti þá á heimasíðu íbúasamtaka Miklubrautar. Það er ótrúlegt hvað kemur upp:
sjálfsblekking.is: Júróvisjónsíða Rúv
kjarklaus.is: Hótel Saga bókunarsíða
launaleynd.is: Bloggsíða Bjarna Ármannssonar
kristinn_hrafnsson.is: Fréttasíða Samfylkingarinnar
simastaur.is: Blogg Lúðvíks Geirssonar
skattahækkanir.is: Samfylkingin
tunglið_er_úr_osti.is: Vinstri Grænir
álflugvél.is: Íslandshreyfingin
kynþáttahatur.is: Frjálslyndi flokkurinn
elliær.is: Blogg Jóns Baldvins Hannibalssonar
blabla.is: Blogg Össurs Skarphéðinssonar
flýtimeðferð.is: Heimasíða Jónínu Bjartmarz
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Gleymirðu ekki einum flokki?
maggabest (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 09:58
Nei, mér datt bara ekkert í hug varðandi þann flokk. Komdu með tillögu.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 11.5.2007 kl. 12:24
einkavinavæðing.is?
Ársæll Níelsson, 11.5.2007 kl. 17:52
Það er komin slóð á Framsóknarflokkinn. Svo er þetta einkavina- væðingardæmi svo hrikalega 1990.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 12.5.2007 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.