Leita í fréttum mbl.is

Var persónulegri

Ég kíkti í gamni á gamla bloggið mitt (það koma sjö á dag þangað enn!) sem bilaði 17. janúar 2007. Ekki þurfti ég að skoða lengi til að átta mig á að ég var miklu persónulegri á því bloggi en á Moggablogginu. Ég hef sagt það áður að það er meira eins og að skrifa grein í Moggann að blogga á bloggi Mogga en í iblogginu. Mig langar að breyta þessu vegna þess að það er meira gaman og meira gefandi að vera persónulegur. Ég þarf að hætta að hugsa um Moggann sem slíkan og hugsa frekar um þetta sem afkima, sem þetta vissulega er, þótt gervallur netheimur eigi þess kost að líta við.

Við feðgarnir sitjum fyrir framan tölvuna og erum að hlusta á þá sænsku snilld sem Antiloop kallast. Hann er gefinn fyrir tónlist litli gaurinn og hefur það ósjaldan komið sér vel, vegna þess að þegar hann er óvær, grætur mikið, er nóg að spila fallega tónlist. Taktföst lög með háum píphljóðum eru hans eftirlæti. Við höfum til dæmis hlustað mikið á Moon Safari með Air. Sú plata er klassísk og á eftir að lifa lengi. Abba var fyrsta hljómsveitin sem Litli litli dáði, einkum Dancing Queen. Hann steinþagnar ef Dansdrottningin fer af stað. Ég veit ekki hvort sérfræðingar í ungbörnum vita af þessari aðferð, eða mæla með henni. En eitt get ég fullyrt: Hún virkar. Mig langar næstum því til að stofna vefinn ungbarnaland.is með ráðum handa foreldrum með kornabörn. Þau geta nefnilega verið ansi lýjandi fyrir ráðvillta nýbakaða foreldra.

Í lokin langar mig að minna á Spurningu dagsins hér til hægri og myndi gjarnan vilja heyra frá lesendum hvort þeir geti bent mér á ástæðu(r) til að kjósa Samfylkinguna. Þrátt fyrir mikla leit, fann ég nefnilega enga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Systir mín eignaðist strák ekki alls fyrir löngu. Hann var eitthvað óvær á spítalanum. Á deildinni sem var úti á landi var spiluð spóla með skruðningum og vatnshljóðum fyrir óvær börn og ekki alveg á lægsta. Ótrúlegt hvað þau róuðust. Eitthvað í líkingu við hljóðin sem þau heyra þegar þau eru inni í móðurinni

Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.5.2007 kl. 12:23

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Mér hefur sýnst að flest ráð til að róa krílin sé að líkja eftir leginu. Við keyptum dvd disk með áhugaverðri mynd (Happiest baby on the block) og leghljóðum, en vandamálið var að hljóðin voru skerandi að ég fékk verk í eyrun af þeim. Tónlistin er betri kostur, ef það róar þau. Ég hef heyrt að börn róist við það að vera sett við hliðina á þurrkara eða þvottavél.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 9.5.2007 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband