7.5.2007 | 23:07
Hvað var sagað?
Ekki vissi ég að veikindi forsetans væru alvarleg, en ef það er eitthvað að marka þessa fyrirsögn Moggans frá því um daginn eru þau mjög alvarleg. Svo alvarleg að það þurfti hreinlega að aflima hann! Þar sem ég hef ekki séð forseta Íslands eftir að hann kom heim af sjúkrahúsinu, veit ég ekki hvað nákvæmlega var sagað af. Einhverjir kynnu að álykta að höfuðið hefði verið sjúki líkamshlutinn sem þurfti að fjarlægja (og þeir hafa talsvert til síns máls), en vegna vondra hliðarverkana er ólíklegt að gripið hafi verið til þeirrar lækningar. Eftir stendur spurningin: Hvað þurfti að saga af forseta vorum? Mér finnst fjölmiðlarnir ekki alveg vera að standa sig í þessu máli.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Lagt til að fátækari þjóðum verði hjálpað
- Á sjötta tug látnir eftir loftárásir Ísraela
- Bert veldur miklu raski á Bretlandseyjum
- Einn handtekinn eftir að kona fannst látin
- Erdogan fagnar handtökuskipuninni
- Finnair aflýsir 300 flugferðum vegna verkfalla
- Pútín reynir allt til að forðast aðra herkvaðningu
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Kannski hefur þurft að saga af honum alltof langar táneglur sem meiddu hann, þó er það ólíklegt. Það þarf góðan rannsóknarblaðamanna til að grandskoða málið frá öllum hliðum en eins og allir vita komist útlendir blaðamenn ekki með tærnar þar sem íslenskir hafa hælana.
Benedikt Halldórsson, 8.5.2007 kl. 09:10
Ég kann að vera erfðafræðilega skyldur Baggalútnum en hér er að minnsta kosti andlegur skyldleiki á ferð! Góður.
Kallaðu mig Komment, 8.5.2007 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.