5.5.2007 | 15:51
Lóan er farin til Feneyja
Hanna Gunna gamla bekkjarsystir mín stendur nú í stórræðum. Hún er að flytja verk eftir Steingrím Eyfjörð, sem heitir Lóan er komin, til Feneyja á tvíæringinn sem kenndur er við eyjarnar. Það sem vakti athygli mína og talsverða kátínu er ég las umfjöllunina í Mogganum á föstudag, var lýsing á tilurð og inntaki verksins:
Þungamiðja verksins er gerðið. Gerðið sjálft er smíðað eftir leiðbeiningum huldumanns sem Steingrímur komst í samband við í gegnum miðil en verkið lýsir ferð listamannsins til heimkynna huldumanns á Suðurlandi til að kaupa af honum kind. (Mbl. 4. maí bls. 22)
Hvernig ætli listamanninum hafi gengið að finna huldumanninn með fölu kindina? Það kemur því miður ekki fram í greininni. Á myndinni við hliðina á myndinni af Hönnu er gerðið tómt, þannig að ég dreg þá ályktun að ferðin hafi verið fýluferð. Leiðinlegt. Ég hefði viljað sjá þá kind sem keypt var í gegnum miðil af huldumanni á Suðurlandi. Þá hefði verið hægt að kalla miðilinn kindamiðil eða kindamiðlara.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Mér brá. Ég hélt að Lóan væri hætt við að koma hingað og hefði ákveðið að halda sig suður frá. Annars vil ég benda á smáauglýsingu Baggalúts (eftir minni): "Lóan er komin. Ein stök á 1000 kr. og þrjár í knippi á 2500 kr."
Kallaðu mig Komment, 5.5.2007 kl. 17:02
Jújú, hann fékk kindina og verður hún flutt til Feneyja. En það þarf víst miðla til að greina hana.
erlahlyns.blogspot.com, 6.5.2007 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.