4.5.2007 | 00:52
Tilvitnun í Vefþjóðviljann
Bjarni Ármannsson var í fréttum í gærkvöldi spurður um greiðslur samkvæmt samningi hans við fyrrverandi vinnuveitendur hans í Íslandsbanka. Hann sagði að þær væru allar trúnaðarmál.
Það er auðvitað skiljanlegt.
Æ hvað hét hann aftur bankastjórinn sem hélt ræðu á landsfundi Samfylkingarinnar fyrir hálfum mánuði og krafðist þess að launaleynd yrði bönnuð með lögum?
Vefþjóðviljinn fimmtudaginn 3. maí.
Hræsnin verður ekki afhjúpuð með betri hætti. Og er það tilviljun að hún tengist Samfylkingunni? Nei.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Málið er að hann má ekki samkvæmt núgildandi lögum segja frá þessu. Ef launaleynd yrði afnumin, þá mætti hann segja frá, en þyrfti þess ekki.
Hrannar Baldursson, 4.5.2007 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.