19.4.2007 | 13:03
Mátulegt á hann
Enn eru til stjórnmálamenn í þessu landi sem styðja stríðið í Írak. Ástæðan fyrir því að þeir styðja þetta ljóta stríð er sú að það eru ekki nægilega harðar refsingar við því. Fengju allir sömu meðferð og Joe Lieberman fékk fyrir sinn stuðning, er ég hræddur um að það myndi fækka í stuðningsliðinu.
Það er annars að frétta af Joe að hann flaug inn á þing í sérframboðinu. Kjósendur hafa vafalítið vorkennt honum og greitt honum atkvæði í sárabætur.
En það er alveg ljóst að Joe Lieberman mun ekki styðja innrás í Írak í bráð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.