4.4.2007 | 11:03
Villi á afmæli í dag
Vilberg Friðrik Ólafsson er fertugur í dag og óska ég honum innilega til hamingju með afmælið. Hann verður að heiman í dag, það er að segja: Hann býr í Danmörku og verður því væntanlega ekki í föðurlandinu. Villa kynntist ég á Kópavogsbrautinni. Móðir hans var í göngutúr með guttann í kerrunni er ég og móðir mín, sem var í göngutúr með mig, rákumst á þau. Ég sá strax á svipnum á Villa að hann var að gera í bleyjuna og benti móður hans, Ágústu, á það. Hún sagði það vera misskilning hjá mér, hann væri alltaf svona á svipinn. Síðan eru liðin hátt í fjörutíu ár og enn er Villi í góðum gír.
Talandi um bleyjubörn þá er það að frétta af Litla litla að hann er tveggja vikna í dag og braggast vel. Það sést á puttunum á honum að hann er farinn að fitna vegna þess að skinnið á höndunum var eins og rúmgóðir hanskar þegar hann fæddist. Nú eru puttarnir bústnir. Svefnvenjur Litla litla eru ákjósanlegar, hann á það til að sofa heilu næturnar. Það er meira en nýbakaðir foreldrar gátu vonað.
Sjálfur hef ég verið með lítilsháttar kvef, en það er á undanhaldi.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Takk fyrir kvedjuna elsku "gamli" vinur. Ætla ad eyda parti ur deginum i godum gir a hjolinu minu saman med nokkrum felogum ur hjolaklubbnum. Endum svo væntanlega i bænum seinna. Kær kvedja fra Sønderborg.
Vilberg Olafsson (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 12:21
Við fáum okkur Becks þegar þú kemur til Íslands næst og skálum fyrir ellinni.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 4.4.2007 kl. 14:59
Eda kannski Heineken. Kem heim 22. juni og verd til 11. juli med alla med. Er med nokkrar godar hugmyndir ad nafni a strakinn. rædum betur um tad tegar ad kemur.
Vilberg Olafsson (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 15:46
Já, annað hvort BECKS eða heineken.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 4.4.2007 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.