Leita í fréttum mbl.is

Villi á afmæli í dag

Vilberg Friðrik Ólafsson er fertugur í dag og óska ég honum innilega til hamingju með afmælið. Hann verður að heiman í dag, það er að segja: Hann býr í Danmörku og verður því væntanlega ekki í föðurlandinu. Villa kynntist ég á Kópavogsbrautinni. Móðir hans var í göngutúr með guttann í kerrunni er ég og móðir mín, sem var í göngutúr með mig, rákumst á þau. Ég sá strax á svipnum á Villa að hann var að gera í bleyjuna og benti móður hans, Ágústu, á það. Hún sagði það vera misskilning hjá mér, hann væri alltaf svona á svipinn. Síðan eru liðin hátt í fjörutíu ár og enn er Villi í góðum gír.

Talandi um bleyjubörn þá er það að frétta af Litla litla að hann er tveggja vikna í dag og braggast vel. Það sést á puttunum á honum að hann er farinn að fitna vegna þess að skinnið á höndunum var eins og rúmgóðir hanskar þegar hann fæddist. Nú eru puttarnir bústnir. Svefnvenjur Litla litla eru ákjósanlegar, hann á það til að sofa heilu næturnar. Það er meira en nýbakaðir foreldrar gátu vonað.

Sjálfur hef ég verið með lítilsháttar kvef, en það er á undanhaldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir kvedjuna elsku "gamli" vinur. Ætla ad eyda parti ur deginum i godum gir a hjolinu minu saman med nokkrum felogum ur hjolaklubbnum. Endum svo væntanlega i bænum seinna. Kær kvedja fra Sønderborg.

Vilberg Olafsson (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 12:21

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Við fáum okkur Becks þegar þú kemur til Íslands næst og skálum fyrir ellinni.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 4.4.2007 kl. 14:59

3 identicon

Eda kannski Heineken. Kem heim 22. juni og verd til 11. juli med alla med. Er med nokkrar godar hugmyndir ad nafni a strakinn. rædum betur um tad tegar ad kemur.  

Vilberg Olafsson (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 15:46

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Já, annað hvort BECKS eða heineken.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 4.4.2007 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband