30.3.2007 | 19:43
Klipptir brandarar
Í gær í fjögurfréttum Ríkisútvarpsins heyrði ég sagt frá ræðu Bandaríkjaforseta í árlegum kvöldverði samtaka fréttamanna þar sem venjan er að slá á létta strengi. Spilaður var þessi bútur úr ræðu Bush: Fyrir ári naut ég um 30% stuðnings, fulltrúi minn í embætti hæstaréttardómara hafði dregið sig í hlé og varaforsetinn minn hafði nýlega skotið einhvern."
Þarna var klippt á ræðuna og farið út í aðra sálma. Svona hljómar búturinn eins og Bush hafi verið að fjalla um síðasta ár og telja upp helstu atburðina. En þetta var, eins og fréttamaðurinn Jón Hannes Stefánsson hlýtur að hafa vitað, brandari og með því að klippa á endann, var hann raunverulega að eyðileggja grínið og snúa því upp í eitthvað allt annað.
Það sem vantaði var rúsínan í pylsuendanum (pönslænið): Ó, þetta voru hinir gömlu góðu dagar!"
Hvað vakti fyrir fréttamanninum? Ekki gott að segja, etv. er hann á móti Bush og Bandaríkjunum, eins og svo vinsælt er í dag meðal vinstrimanna, eða hann er vita taktlaus þegar kímni er annars vegar. Ég hallast að fyrri skýringunni.
Bush brá sér í hlutverk uppistandara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.