13.3.2007 | 14:16
Stórkostlega alheimshlýnunar blekkingin
er vægast sagt áhugaverð mynd. Þar eru færð ákaflega sannfærandi rök fyrir því að hitabreytingar á jörðinni stafi ekki af koldíoxíðútblæstri manna heldur því sem raunar blasir við: Sólinni. Hlýnun eða kólnun á jörðinni er í beinu sambandi við sólgos eða umbrot á sólinni sem sendir geisla til jarðarinnar. Línuritið um samspil koldíoxíðs og hitafars sem stjórnmálamaðurinn Al Gore setti fram með afar hræðandi hætti er samkvæmt þessari mynd byggt á misskilningi. Já á misskilningi. Ef rýnt er nánar í gögnin kemur í ljós að eftir því sem það hlýnar á jörðunni eykst koldíoxíðið. Það er lógískt: Meiri hiti, meiri vöxtur plantna og dýra. Sem sagt: Meiri hiti, meira koldíoxíð. Ekki: Meira koldíoxíð, meiri hiti.
Ýmislegt fleira áhugavert kemur fram í myndinni. Til dæmis er hrakin sú bábylja að malaría berist nú æ norðar vegna hækkandi hita. Á þriðja áratug síðustu aldar gekk malaríuplága í Síberíu sem varð fjölmörgum að aldurtila. Malaríuberar þrífast jafnt í kulda sem hita. Vísindamaðurin sem benti á þessa staðreynd lenti í mestu vandræðum við að fá nafn sitt tekið af skýrslu Sameinuðu þjóðanna um alheimshlýnun. Ástæðan var sú að úr skýrslunni voru felldar burt mikilvægar ábendingar hans og annarra sem drógu í efa alheimshlýnunina samkvæmt bókstafstrúnni. Það var ekki fyrr en hann hótaði lögsókn sem nafn hans sem skýrsluhöfundar var fellt út. Þannig að listinn um allan þennan stóra hóp vísindamanna sem eiga að vera sammála um koldíoxíðskenninguna er ekki nærri eins langur og ætla mætti í fyrstu.
Ég hvet alla til að horfa á The Great Global Warming Swindle.
Ég frétti fyrst af þessari mynd á bloggsíðu Ágústs Bjarnasonar. Þar eru frekari upplýsingar um myndina, m.a. listi yfir þá vísindamenn sem koma fram í henni.
---
Sú nýbreytni hefur verið tekin upp hjá Afspyrnuklúbbnum að blóðþrýstingur allra mættra lima er tekinn í lok sýningar. Brögð hafa nefnilega verið að því að limir gefi falskar upplýsingar um hversu mikla geðshræringu sýningin olli. Vísindalegar mælingar á gæðum kvikmynda hafa ekki áður farið fram og telst Afspyrna brautryðjandi á því sviði.
Niðurstöður gærkvöldsins:
Sigurjón 66/110. Mjög rólegur: 1 stjarna.
Orri 72/137. Frekar spenntur : 3 stjörnur.
Herbert 89/147. Mjög spenntur: 4 stjörnur.
Neddi 101/156. Yfirspenntur: 5 stjörnur.
Kristinn 71/123. Frekar rólegur: 2 stjörnur.
Taka verður fram að þetta er það sem VÍSINDIN segja um áhuga lima, ekki hvað þeir segja sjálfir. Í ljós kom að þeir sem gáfu upp skoðun sína á myndinni með afgerandi hætti voru í nokkuð góðu samræmi við niðurstöður mælingarinnar. Neddi og Hebbi voru í samræmi við mælinguna, mjög spenntir. Orri sagðist vera mjög spenntur en var bara miðlungs spenntur samkv. mælingunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Ég er enn með gæsahúð eftir að horfa á þessa mynd, þvílík var geðshræringin.
Annars ætla ég að tjá mig aðeins um myndina í kvöld á blogginu mínu. Hún verðskuldar smá pælingar.
Neddi (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.