10.3.2007 | 11:12
Dauð blóm á skrifstofu Hitlers
Í morgun vökvaði ég gulu túlípanana sem við keyptum í IKEA um daginn. Það minnti mig á heimildarmyndina Blindi bletturinn sem við horfðum á í gærkvöldi. Myndin er viðtal við Traudl Junge sem var einkaritari Hitlers frá 1942 til hinsta dags. Traudl sem var full sjálfsásökunar en jafnframt sjálfsfyrirgefningar, dró upp eftirminnilega mynd af yfirmanni sínum og daglegu lífi hans. Traudl þótti sérstakt að Hitler vildi ekki hafa afskorin blóm á skrifstofunni. Vildi ekkert dautt inni hjá sér.
Svona hluti má túlka. Einhver mesti morðingi mannkynssögunnar vildi ekki hafa dauð blóm á skrifstofunni sinni. Var samviskan að plaga hann eða var þetta bara ósköp venjuleg dilla?
Ég hallast að því að blómin hafi verið tákn fyrir alla þá sem hann lét drepa; voru afskornir í blóma lífsins. Ekkert dautt á skrifstofu Hitlers styður líka við það sem Traudl sagði um að þau hefðu verið í einskonar blindum bletti, ekki séð hvað gekk á fyrir utan. Í blinda blettinum var enginn dauði, engin afskorin blóm, aðeins fögur sýn um þúsund ára ríki aríanna.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Hitler snappaði víst eftir að hann kom að systurdóttur og ástkonu sinni, Geli Raubal, þar sem hún hafði framið sjálfsvíg. Þetta fékk svo mikið á hann að hann hætti að borða kjöt (sem hann tengdi við dauðann) og vildi ekkert dautt sjá í kringum sig.
M. Best, 11.3.2007 kl. 14:51
Sérkennilegt.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 12.3.2007 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.