1.3.2007 | 10:47
Vistarband á landsbyggðina
Í morgun var frétt í Ríkisútvarpinu sem sagði frá ólöglegum innflytjendum í borgum Kína. Þessir ólöglegu innflytjendur búa víst við ömurlegar aðstæður; vinna skítavinnu með léleg laun og lélegan aðbúnað. Vegna uppgangsins í Kína flykkjast margir á mölina til að freista gæfunnar. Telja hag sínum betur borgið en í sveitinni, þaðan sem þeir koma. Já, þeir koma úr kínversku sveitinni og vilja flytja til kínversku borgarinnar. En um leið og þeir gera það, eru þeir orðnir ólöglegir innflytjendur. Kóngur í sveitinni, úrhrak í borginni. Vistarbandið er í fullu fjöri í Kína.
Íslendingar ættu að gefa vistarbandinu annað tækifæri. Höfuðborgarsvæðið þenst út með auknum umferðarteppum og mengun. Lausnin er vitaskuld sú að gera alla sem nú búa utan þess að ólöglegum innflytjendum ef þeir flytja til borgarinnar. Það myndi stemma verulega stigu við fækkun í sveitum landsins. Akureyri myndi blómstra á ný, ný störf yrðu til á Ísafirði og fjölgun hæfist aftur á Vestfjörðum. Atvinnurekendur á höfuðborgarsvæðinu fengju heilmikið ólöglegt INNLENT vinnuafl sem þeir geta farið með eins og Pólverja.
Ég veit ekki af hverju ég er að skrifa um þetta, mér fannst bara svo skrýtið að heyra um að til væru ólöglegir innflytjendur í eigin landi. Ég fann til minnimáttarkenndar yfir því að Ísland skuli ekki hafa svona líka. Við viljum jú ekki vera eftirbátar útlendinganna.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Ég mæli með að sett verði vistarband á KRinga til að forðast dreifingu þeirra meðal þjóðarinnar
Snorri Bergz, 1.3.2007 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.