28.2.2007 | 22:54
Offita er stórum matarskömmtum að kenna
Ábyrgðin á þessu vandamáli hvílir á stjórnvöldum. Þau eiga að skikka með boðum og bönnum veitingahúsin til að minnka matarskammtana og nota einungis lina fitu og aðra hollustu. Þetta er boðskapur stjórnlyndra í dag og því miður tekur Morgunblaðið undir slík sjónarmið (sjá úrklippu).
Í vetur rakst ég á þátt í sjónvarpinu sem heitir Biggest Loser og var raunveruleikaþáttur um fólk í megrun. Sá sem missti mest sigraði. Þátturinn sem ég sá var úrslitaþátturinn og þar kom ákaflega skýrt fram hvar baráttan fór fram. Það var hjá einstaklingnum, keppendunum. Ekkert ríkisvald eða stofnun um heilsu lýðsins hafði neitt með það að gera hvort fólk borðaði mikið eða lítið, hollt eða óhollt. Það var mjög eftirminnilegt að sjá einn keppandann hoppa af kæti við það eitt að komast í gallabuxurnar beint úr þurrkaranum.
Ef ég byði fólki í mat og setti þrefalt meiri mat á diskinn þeirra en þörf er á, hvort er það mitt mál eða þeirra hvort þau klára matinn? Eru gestirnir ekki full færir um að ákveða hvað þeir borða mikið? Er það ekki á þeirra ábyrgð? Eða er það kannski á ábyrgð ríkisins? Auðvitað! Lýðheilsustöð ríkisins á að ákveða samræmdan opinberan matarskammt og skammta okkur svo á diskinn. Ég sé fyrir mér fulltrúa Lýðheilsustöðvar á hverju veitingahúsi að fara yfir matarskammtana.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.