22.2.2007 | 14:47
Annað andlit rasisma
Íslendingar kunna sitthvað fyrir sér þegar úthýsa skal fólki sem þeim geðjast ekki að. Í eðli sínu er enginn munur á þessari andúð og andúð á útlendingum. Það ber að sama brunni: Skortur á umburðarlyndi.
Hætt við klámráðstefnu hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Það er nokkuð til í þessu hjá þér. Þetta er líka talsverð hræsni því Íslendingar eru ansi liðtækir í niðurhali á netklámi, ekki síst ólöglegu niðurhali.
7 (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 14:59
Já, þetta er merkilegt, sérstaklega í ljósi þess hverjir hafa látið hæst, tam. flokksbræður og systur þingmanna og annara er hvað harðast hafa gangrýnt Frjálslynda flokkinn fyrir innflytjendastefnu sína....
Já eins og danskurinn segir, "moral er god, men dobbel moral er dobbelt så god"
kveðja af skaga.
Einar Ben, 22.2.2007 kl. 16:00
Frabært. Tetta gæti bara gerst heima, frabær morall hja landanum, klamid burt.
villi (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 16:47
Ég sem hélt að þjóðin væri svo frjálslynd og nútímaleg, greinilega margfalt íhaldssamari en ég hélt. Oft gerum við grín að öfgatrú/öfgasiðferði sem finnst í suðurríkjum Bna, en erum svo sjálf ekkert skárri. Þetta viðbjóðslega ástand virðist tengjast þeirri forsjárhyggju og bannæði sem hefur farið vaxandi seinustu árin. Það eru tugir þúsunda fasista hér á landi sem sjá ekkert að því að þröngva eigin siðferði yfir aðra,
Svo finnst mér furðulegt að engir pólitíkusar þori að taka afstöðu með ráðstefnunni (eða einfaldlega afstöðu með eðlilegu ferðafrelsi fólks). Það eru örugglega einhverjir þingmenn sem hafa leynilega gaman af klámi, hlutföllin eru allavega slík að það er mjög ólíklegt að þeir séu allir á móti því. En hræðslan við pólitíska rétthugsun er mikil, sérstaklega rétt fyrir kosningar.
Geiri (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 19:59
Akkúrat, og þetta með pólitíska rétthugsun er einmitt stór hluti af þessu máli. Það vill enginn stíga fram sem pro-dónaskapur og standa með sér í því.
Fyndnast er líka að íslendingar hafa í fleiri, fleiri ár framleitt og dreift klámi án þess að nokkur hafi amast við því. Bleikt og blátt hefur lengi verið ekkert annað en klámblað... svo ekki sé minnst á símaþjónustu og fleira. Hví er ekki löngu búið að stöðva þá spillingu?
magga frænka (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 23:53
var þessu liði bannað að koma? Er klám löglegt hér á landi? Þetta fólk hætti við því það þolir ekki nána skoðun lögreglu.
SM, 24.2.2007 kl. 11:17
Þú hefur misst af einhverju Silvía, þeim var úthýst af Hótel Sögu og urðu fyrir ómaklegum árásum frá fólki sem lítur á umburðarlyndi sem óþarfa munað. Þú virðist tilheyra þeim hópi.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 24.2.2007 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.