21.2.2007 | 13:48
Ljótu börnin hennar Evu
Í draumaheimsmynd margra á Íslandi er ekkert klám, þótt það þrífist hér sem annarsstaðar. Þegar raunveruleikinn úr "sóðalegum útlöndunum" knýr dyra hrökkva þeir í kút. Þessir sömu aðilar telja sig án efa fyrirmynd í umburðarlyndi og nota eflaust hvert tækifæri til að hneykslast á heimskulegu útlendingahatri Frjálslynda flokksins og aðgerðunum gegn Falun Gong á sínum tíma. En þegar fólk, sem starfar við atvinnugrein sem þeim er ekki þóknanleg, hyggst heimsækja landið er umburðarlyndið fokið út í veður og vind.
Svona hugsunarháttur er ekki bara heimóttarlegur, heldur líka birtingarmynd stjórnlyndis. Sumir telja sig þess umkomna að segja t.d. lögráða hollenskri konu að atvinnugrein hennar, sem hún kaus af fúsum og frjálsum vilja og hefur góðar tekjur af, sé ekki góð fyrir hana. Eru jafnvel tilbúnir að beita ljótustu aðferðum fasistaríkja til að hindra hana í að heimsækja landið!
Banna á klám vegna þess að barnaklám viðgengst, banna á klám vegna þess að mansal viðgengst og banna á klám vegna þess að það er niðurlægjandi. Með sömu rökum á að banna byssueign vegna þess að fólk er skotið með byssum og banna trúarbrögð vegna þess að fólk er niðurlægt í nafni trúar.
Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að í lýðræðisríkjum er fólk frjálst gerða sinna. Ef einhver kýs að vinna við kynmök fyrir framan myndavélar er það hans mál. Hann hefur engan rétt til þess að argafjasast út í þá sem kosið hafa t.d. stjórnmálin sem starfsvettvang. Það er þeirra frjálsa val, þótt undarlegt sé.
Lög sem banna framleiðslu og dreifingu á klámi á Íslandi eru ólög sem hefta stjórnarskrárvarin mannréttindi okkar. Klámmyndaframleiðendurnir sem ætla að heiðra okkur með návist sinni ættu að taka nektarmyndir af sjálfum sér fyrir framan Alþingishúsið í mótmæla- og háðungarskyni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:03 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.