20.2.2007 | 08:02
Skemmtun í morgunsárið
Með kaffibollanum í morgun horfði ég á CNN. Þar var verið að fjalla um fyrirbærið chinglish, sem er samheiti yfir klaufalegar þýðingar úr kínversku á ensku. Chinglish er bráðfyndið tungumál. Vissir þú að hægt er að panta niðursneidd hjónalungu á veitingahúsi í Peking?
Rannsókn á netinu leiddi í ljós að það er fjöldi síðna sem helga sig þessu skemmtilega tungumáli.
Hér eru nokkur dæmi:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Á svolítið safn af svona myndum eftir nær 4 ára dvöl í Kína. Matseðlarnir voru oft skrautlegir. Ein mynd er af skilti við sundlaugina skammt frá þar sem við bjuggum . Þar stendur : Life Saving Equipment. Please Do Not Use ! Önnur mynd er af auglýsingu fyrir snjókeðjur: Can be Removed Without Changing the Car !
Eiður Svanberg Guðnason, 20.2.2007 kl. 08:57
Þú ættir endilega að setja þær inn á síðuna þína Eiður Svanberg
.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 21.2.2007 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.