15.2.2007 | 06:36
Bill Gates sakar Apple um þjófnað
Í viðtali í Newsweek 12. feb. lýsir Bill Gates hróðugur nýjungunum í Vistunni, nýja stýrikerfinu frá Microsoft: Í því sé öflug leitarvél, "sidebar" og möguleiki að klippa HD myndir. Blaðamaður bendir honum þá á að "nýjungarnar" séu talsvert líkar hlutum sem verið hafa í stýrikerfi Macintosh-tölvanna um árabil. Gates bregst ókvæða við og sakar Steve Jobs og Apple hálfpartinn um að hafa stolið þessum nýjungum frá þeim, en þeir hafi ekki haft tök á að birta þær opinberlega fyrr vegna þess að það tók svo langan tíma að gera Vistuna skothelda. Svo heldur hann þessu fram: "Nowadays security guys break the Mac every day [so your Mac] can be taken over totally. I dare anybody to do that once a month on a Windows machine." Þetta varðandi óöryggi Makkans eru fréttir, ég vissi ekki af því, og hef heldur ekki orðið var við það á minni vél eða í næsta nágrenni. Heimspressan hefur væntanlega sofið á verðinum og mun án efa birta fréttir sem staðfesta fullyrðingu Gates. Í millitíðinni auglýsi ég eftir Makkaeiganda sem orðið hefur fyrir innbroti. Varðandi hans eigið stýrikerfi er kokhreystið í Gates er ekki meira en svo að hann býst við að einhverjum takist að brjótast inn í Vistuna allt að 12 sinnum á ári. Tilvistarkreppa Microsoft kristallast í þessu viðtali. Þeir hafa misst allt frumkvæði (hafi þeir einhvern tíma haft það) og lifa einungis á fornri frægð. Það er með ólíkindum hve sauðtryggir viðskiptavinir þeirra eru. Þrátt fyrir endalaus vandkvæði vegna vírusa, tapaðra gagna, innbrota þar sem viðkvæmum upplýsingum er stolið og annarra vandkvæða, halda þeir áfram að kaupa PC-inn sinn eins og ekkert hafi í skorist. Og verja svo óskapnaðinn í þokkabót.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Ég hefi átt Makka í áratugi og hefi aldrei þurft að hafa áhyggjur af vírusum eða
öðrum þeim ófögnuði, sem fylgir jafnan hinum vanþróuðu PC-tölvum, sem ég
hefi neyðst til að nota vegna starfa minna. Raunar minnir mig að Microsoft hafi
lent í málaferlum við Apple vegna Windows vegna hugsanlegs stulds frá Apple?
Með kærri makkakveðju,KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 15.2.2007 kl. 08:36
Ég hef nú átt IBM Thinkpad í nokkur ár sem hafa verið vandræðalaus hingað til, engir vírusar eða neitt slíkt. Á sama tíma hefur vinkona mín sem eignaðist i-book á svipuðum tíma og ég fékk mína, lent tvisvar í því að tölvan hennar hefur krassað. Það virðist því vera allur gangur á þessu, allaveg af minni reynslu. En ég hef nú svo sem ekkert kynnt mér tölfræðina í tíðni vírusa etc og tek það alveg trúanlegt að þeir séu algengari í pc. Ég gæti vel hugsað mér að fá mér makka næst, þó reynsla mín af pc hafi ekki verið slæm.
Una Sighvatsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 12:58
ÉG man ekki eftir málaferlum, en ekki er ólíklegt að svo hafi verið, enda hefur Apple yfirleitt verið nokkrum árum á undan Microsoft með nýjungar.
Harðir diskar í mökkum og pésum eru sömu gerðar. Þeir eiga það til að bila. Annar vélbúnaður á það til að bila líka. Munurinn á mökkum og pésum liggur í að pésarnir bila vegna gloppa í hugbúnaðinum. Ég man ekki eftir að hafa fengið vírus í makkann minn í 10 ár og þekki heldur engan sem orðið hefur fyrir því. Hins vegar er ég sífellt að heyra af fólki sem lendir í algjörum vandræðum vegna vírusa og njósnaforrita í pésunum þeirra. Þeir sem lenda í því að bankareikningsnúmer þeirra er stolið af tölvunni eru 100% PC eigendur.
sigurgeir Orri (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.