25.3.2011 | 18:09
Stefnt er að... einmitt
Hvílík vonbrigði. Niðurlægingin er fullkomnuð. Lögregluríkið er fætt. Enda blasti það við að höftin voru ekki á förum þótt tal um áætlun um afnám hafta væri í smíðum. Það sýndu gjörðirnar. Aukin harka í að framfylgja þeim. Lúsarleit á flugstöðinni og hlægilegar reglur um hver og hvernig má kaupa gjaldeyri í bönkum. Það má ekki lengur kaupa gjaldeyri í einhverjum banka, nei það verður að vera í þínum viðskiptabanka og þá aðeins með þínu korti á þinn reikning (en þó ekki í Leifsstöð, þar er bara einn Banki og þá gilda reglurnar ekki, hljómar kunnuglega fyrir þá sem þekkja til fyrri haftatímabila).
Þetta er í raun ekki áætlun um afnám hafta, þetta er bara blaður. Áætlun um afnám hafta væri ákveðnar aðgerðir og dagsetningar á þessu ári. Stefna að afnámi hafta kannski hugsanlega mögulega 2015. Aumkunnarvert svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Ísland mun dragast aftur úr öðrum þjóðum í lífskjörum á næstu árum. Það er ljóst.
Það sem við þurfum er stefna sem miðar að því að á Íslandi geti hver og einn notað þann gjaldmiðil sem hann kýs. Gjaldmiðlafrelsi. Það er eina raunhæfa leiðin út úr þessu foraði. Íslendingar verða að læra að nýta sér smæðina og græða á henni, láta af mikilmennskubrjálæðinu sem hlegið er að hvarvetna og hætta að skjóta sig í fótinn með sjálfstæðri peningastefnu og efnahagsstjórn. Við þurfum ekki á henni að halda! Sjáið hvert hún hefur skilað okkur, landið er í efnahagslegri rúst.
Tekjur íslendinga eru í erlendum myntum hvort sem er. Hvers vegna skipta þeim í íslenskar krónur? Af hverju getum við ekki bara notað þær beint? Til dæmis þau sem vinna við sjávarútveg eða við aðrar útflutningsgreinar. Hvað kemur í veg fyrir að þeim séu greidd launin í evrum eða dölum eða þeim gjaldmiðli sem notaður er? Laun sem greidd eru fyrir þjónustugreinar innanlands eins og til dæmis í heilbrigðisgeiranum gætu miðast við myntkörfu í sömu hlutföllum og tekjur útflutningsgreinanna.
Er ekki markmiðið að skapa stöðugleika? Eru ekki allir búnir að fá nóg af sveiflunum? Gengisfellingum? Efnahagslegri óstjórn?
Höft til 2015 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Þessi hallærisríkisstjórn hefur engin ráð þetta eru aumingjar með hor
valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 22:02
Það er ekkert lögregluríki hér. Það á eftir að draga fram leynivopnin. Þá munu sumir sjá eftir því að hafa fæðst. Smámennin fá ekki stöðvað þúsund ára gamla áætlun um hlutskipti Íslands...Hvernig unnum við þorskastríðin vænu? Smá vísbending: Þið fáið ALDREI að vita það ;)
x? (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.