9.3.2011 | 14:17
Baggalútsfrétt?
Þetta hljómar eins og frétt úr Lauknum eða Baggalúti. Og þetta hús, er það á Íslandi? Ekki væsir um Samkeppniseftirilitið í þessu húsi, ætli það sé með allar hæðirnar? Talandi um samkeppniseftirlit og verðsamráð. Hefur engum dottið í hug að líta á Mjólkursamsöluna og fyrirkomulag sölu á landbúnaðarafurðum? Þeir eru svo sniðugir stjórnmálamennirnir okkar að þeir tóku „ólöglegt“ frá „samráð“ þegar kemur að mjólkinni. Allt er gert til að koma í veg fyrir dónalega hegðun fyrirtækja á markaði en grófur dónaskapur við almenning í samband við mjólkurframleiðslu er látinn óátalinn. Sorglegt. Þetta er sjúkdómseinkenni Íslands, klíkuskapur sem hyglir fáum en skaðar fjöldann.
Heitir nú Byggingavörur Dúdda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.