Leita í fréttum mbl.is

Forsjárhyggju samfélagið

Vitaskuld á það að vera á ábyrgð foreldra hvort börn undir 18 fara í ljósabekki. Þessi opinbera afskiptasemi er ekkert minna en hlægileg. En hún er líka stórhættuleg, því opinber forsjáriðnaður verður alltaf að finna sér ný og ný viðfangsefni til að halda sjálfum sér við (búa til nýja óvini). Þannig eykst opinbera forsjáin smátt og smátt þar til hún hefur fest samfélagið í viðjar hreinnar flónsku sem haldið er við með ofbeldi.
mbl.is Börnin fái að fara í ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er bara ekkert að því að hafa þessi lög! börn hafa ekkert í ljósabekki að gera. Börn eiga heldur ekki að drekka áfengi eða aka bílum.

Forsjárhyggjuleysi var nú það sem setti þessa þjóð til helvítis 2008 Sigurður. Frjálsræði er e h sem við þurfum ekki í þessu landi framar

óli (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 16:00

2 Smámynd: Stefán Andri Gunnarsson

Ég er sammála því að ríkisafskipti eiga að vera í lágmarki, en ég er ekki reiðubúin að borga of mikið fyrir heimsku annara. 

Þannig að  ef það á leyfa börnum aftur að fara í ljós, þá eiga foreldrar þessara barna og reyndar allir sem fara í ljós af annari ástæðu en af heilsufarsástæðum að skrifa undir skjal þar sem þau afsala sér öll réttindi til almannatrygginga sem snúa að meðferðar á húðkrabba.  Öll sú meðferð verður að vera borguð þá úr eigin vasa.  Þetta reyndar ætti að gera einnig fyrir alla þá sem velja það að reykja.

Ég reyki ekki og fer ekki í ljós, því ætti ég að borga fyrir heimsku annara.  Það finnst mér vera alvarlegasta forsjárhyggjan.

Kv. Stefán A.

Stefán Andri Gunnarsson, 31.1.2011 kl. 16:14

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sigurgeir Orri, finnst þér líka að börn í fylgd með foreldrum megi kaupa sér sígarettur?  

Mæli svo með þessari síðu t.d.

Jóhanna Magnúsdóttir, 31.1.2011 kl. 16:20

4 Smámynd: Vendetta

Ég er alveg sammála þér, þetta er orðið alveg óþolandi. En við hverju er að búast með tvo verstu forsjárhyggjuflokkana í stjórn, svona viðbjóðslegt samsull af sócialkratisma, kommúnisma og öfgafemínisma. Og þetta versnar sífellt. Ísland er farið að líkjast þriðja ríkinu ískyggilega mikið með Gestapo á hverju horni að fylgjast með.

Forsjárhyggja sýnir sig sem heill sægur af óþarfa boðum og bönnum, og er mælikvarði á hversu mikið vantraust yfirvöld hafa á þegnunum. Ég held að fæstir Íslendingar geri sér það ljóst hversu lítið persónulegt frelsi þeir hafa miðað við þjóðir á meginlandi Evrópu (þrátt fyrir ESB-bureaukratana).

Það voru vissulega takmarkanir á athafnafrelsi í gamla daga meðan ég var að alast upp, en þær takmarkanir eru horfnar og aðrar komnar í staðinn, þær eru af öðrum toga nú og sízt betri. Það er eins og þetta þjóðfélag hér þurfi alltaf að fara úr öðrum skurðinum, þvert yfir veginn og ofan í hinn, þ.e. úr einum öfgunum í aðra. Yfirvöld geta aldrei farið eftir veginum í staðinn, aldrei gert neitt rétt. Þetta á bæði við um þau lög sem samþykkt eru í því augnamiði að skerða persónfrelsi og einnig hvernig þau eru framkvæmd eftir eigin geðþótta einhvers embættismanns. Í flestum tilfellum ætti bara að leyfa borgurunum sjálfum að ráða. En til þess þarf stjórnmálamenn með kjark, hugrekki og þor, ekki duglausar gungur og illa gefið fólk.

Í lokin er hér eitt af lögmálum Murphy's:

No one's life, liberty or possessions are safe while the legislature is in session

eða þýtt:

Hvorki líf, frelsi né eignir nokkurs manns eru örugg á meðan á þingfundum stendur.

Vendetta, 31.1.2011 kl. 16:45

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tek undir með þér og Vendettunni að það er fáránlegt að taka ábyrgð á börnum af foreldrunum. Samfélag sem er Storgaard-vætt hlýtur að enda í rofnum tengslum milli foreldra og barna. Og einmitt það gerðist í kommúnistaríkjunum þar sem ríkið tók yfir hlutverk foreldranna.

Ragnhildur Kolka, 31.1.2011 kl. 17:11

6 Smámynd: Skeggi Skaftason

En bíðum samt aðeins, nú fjallar fréttin um foreldra sem vilja endilega að börn þeirra fái að fara í ljós, sýnir það ekki að bannið skiptir máli?

Eða hvað er málið? Viljið þið að börn þessara foreldra fari í ljós?

Skeggi Skaftason, 31.1.2011 kl. 17:37

7 Smámynd: Vendetta

Við viljum, að það sé ákvörðun foreldranna í samráði við börnin, hvort þau fari í ljós eða ekki. Alþingi, landlæknir eða aðrir forsjárhyggjuseggir eiga engu að ráða um það. Bara af því að einhver hefur einhvern tíma fengið sortuæxli af einhverju, ekki endilega sólbekk, þá er sett bann á alla. Þetta er móðursýki á háu stigi.

Það var sama sagan með einu höfuðverkjatöflurnar sem virka (á mig allavega), Parkodin Forte. Bannað í lausasölu bara af því að einhver var að taka of stóran skammt, þá var mér refsað, sem þjáist oft af lamandi hausverk. Lúsameðul sem virka, Prem og svo annað sem selt er í México svínvirka. Hér var það bannað, af hverju? Jú, það var hættulegt lúsum.

Banna þetta, banna hitt, banna allt sem hægt er að banna, sama hvað það er meinlaust og svo brunaskattleggja allt annað sem fólk notar. Þetta er nú orðið meira andskotans kommúfemínistaríkið. Ætli það sé ekki bezt að fara að hypja sig burt úr þessum steinsteypustalínisma og leita frelsisins annars staðar. Ég færi á morgun alfarinn, en verð fyrst að safna fyrir flugmiðanum.

Vendetta, 31.1.2011 kl. 19:33

8 Smámynd: Vendetta

"Frjálsræði er e h sem við þurfum ekki í þessu landi framar"

Óli, ertu þá að segja, að það eigi að hneppa þjóðina í enn meiri þrældóm en gert hefur verið? Hvurn andskotann kemur þér við hvort börn annarra fái sér smá tan eða ekki? Ha? Bara nákvæmlega ekki neitt. Neitaðu þínum eigin börnum ef þú vilt, en láttu mín börn í friði.

Svo vil ég hamra á því enn einu sinni, að það er ekki hægt að líkja tóbaksreykingum (sem eru heilsuspillandi) við sólbekkjanotkun (sem ekki er búið að sanna að sé neitt hættulegri en að liggja í sólbaði á sólskinsdegi). Eins gott að sólin sést aldrei hér, annars yrði hún bönnuð líka.

Vendetta, 31.1.2011 kl. 19:40

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Að mínu mati svarar komment Jóhönnu nr 3 pistli síðuhafa ákaflega vel.

hilmar jónsson, 31.1.2011 kl. 20:07

10 identicon

Nei ég vill ekki hneppa þjóðina í þrældóm. Jú það kemur mér við hvort þín börn fara í ljós eða ekki. Ef að menn eins og þú fá að fara sínu framm þá bitnar það á öðrum. Ef að þú td getur ekki farið í bílbelti í nafni frelsis eða ef þú lætur krakkana þina fara í ljós og þau fá svo húðkrabba þá þarf ég að borga það.

 það er vegna manna eins og Vendetta sem við verðum að setja hér lög og reglur og alla mögulega hluti. En hér er auðvitað til svona fólk eins og Ventetta sem þarf að hafa vit fyrir. Hér er því miður til fólk sem vill bara leyfa allat í nafni "frelsis" Mikið væri nú gott að fá þetta "frelsi" þá gætum við bara fengið okkur Morfín úti í Hagkaup um leið og við gefum börnum okkar 9mm Beretu í nafni "frelsis" þá geta börnin hanns Vendetta skotið börnin mín í nafni "frelsis"!!

þessi þjóð vill ekki svona "frelsi" Farðu til US and fokking A þar er nóg "frelsi" Vendetta.

óli (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 21:48

11 identicon

Parkódin Forte hefur aldrei verið í lausasölu á Íslandi Vendetta. Parkódin 500/10 var aftur á móti til í lausasölu en var bannað og sett í resept.

Ég er ekki alveg að skilja þig. Hvað er málið með Parkódin Forte? Ég tek það oft líka vegna þvagsýrugigtar og ég bara tala við lækni og fá resept, ekkert mál. En fáir þú ekki resept ertu sennilega að misnota þetta og þá er eins gott að stoppa þig af áður en þú endar í meðferð sem ég þarf jú að borga! Frjálshyggjan er dauð og kemur aldrei aftur sem betur fer!

óli (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 21:59

12 identicon

Athugið að ljósabekki má vel nota til undirbúnings fyrir sólarferðir, þetta getur verið mjög mikilvægt, sérstaklega fyrir fólk með viðkvæma húð. Hefði það ekki verið fyrir ljósabekki hefði ég átt mjög erfitt með að fara til sólarlanda á mínum yngri árum. (rauðhaus).

Siggi (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 22:15

13 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það kæmi mér ekki á óvart, að þeir sem mest eru fylgjandi banni við sólböðum barna í bekkjum, fari reglulega með börnin sín á sólarstrendur.

Misskilningur þeirra sem halda að það sé nauðsynlegt að banna börnum að fara í ljós er fólginn í því að telja að ríkið eigi að bera ábyrgð á börnunum en ekki foreldrarnir. 

Frelsi fylgir ábyrgð. Þetta eru óaðskiljanleg hugtök.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 31.1.2011 kl. 22:50

14 Smámynd: Vendetta

"Jú það kemur mér við hvort þín börn fara í ljós eða ekki."

Nei, Óli, gerpið þitt, þér koma mín börn andskotann ekkert við. En ef þú vilt láta ríkið skeina þig og krakkana þína, þá ræður þú því sjálfur. En hvorki ríkið né nein heykvíslahjörð, sem þú tilheyrir augsýnilega, segir mínum börnum fyrir verkum. Annars er það fyrir neðan mína virðingu að svara ælunni sem vellur út um þverrifuna á þér.

Og þar eð ég er yfirleitt mjög kurteis við kurteist fólk, þá beini ég eftirfarandi að ykkur hinum á þessari síðu:

Það er mín skoðun, og fjölmargra annarra sem skrifa á moggablogginu að það séu foreldrarnir sem hafi fulla ábyrgð á börnunum sínu. Börnin eru ekki ekki eign ríkisins. Foreldrar sem hafa fullt forræði eiga að ala þau upp og gæta hagsmuna þeirra, en ekki einhverjir valdasjúkir embættismenn út í bæ.

Það er ekki hægt að líkja saman sígarettureykingum og ljósabekkjum. Sígarettureykingar eru skaðlegar og okkur hefur tekizt að koma í veg fyrir að þau byrjuðu að reykja, einnig með því að reykja ekki sjálf. Forvarnarstarf í skólanum í sambandi við tóbak og eiturlyf hafa líka haft góð áhrif.

Að segja að foreldrar sem leyfa börnum sínum að vera í ljósabekkjum í hófi að sjálfsögðu myndu vilja kaupa sígarettur fyrir þau er álíka fáránlegt og að halda því fram, að fólk sem vill leyfa sölu á léttu víni og bjór í matvöruverzlunum, vilji að öll þjóðin verði sprautufíklar. Það er einfaldlega ekkert samband þarna á milli.

Börnin mín munu EKKI fá húðkrabba af ljósabekkjum eða sólinni, þau eru vön því að verða sólbrún. Að vísu er húð þeirra dekkri en hin náhvíta húð íslenzkra krakka, en það er sama.

Og hvað gerist þegar þessir náhvítu íslenzku börn fara til sólarlanda án þess að hafa getað undirbúið sig í góðu tómi í ljósum? Jú, þau skaðbrenna, þrátt fyrir sólkremið, sem stundum skolast af. Og þau verða rauð eins og humrar, æpa af sársauka vegna sólbrunans (ég hef oft orðið vitni að þessu) Þegar koma blöðrur og sár og húðin flagnar og líkaminn fær áfall, þá er það skaðlegt fyrir húðina, en ekki hæg brúnkun yfir langt tímabil.

Vendetta, 31.1.2011 kl. 23:04

15 Smámynd: Skeggi Skaftason

Vendetta:

Það er VÍST hægt að líkja sama sígarettureykingum og ljósabekkjanotkun!

Hvernig getur þú óskapast yfir sjáfsögðum forvörnum gegn húðkrabbameini, en fundist allt í lagi að viðhafa "forvarnarstarf í skólanum í sambandi við tóbak og eiturlyf".

Börn eiga ekkert erindi í ljósabekki, ekki heldur til að "undirbúa" þau fyrir sólarlandaferðir, eða síðan hvenær hefur það verið aðaltilgangur ljósabekkja? Þekkirðu einhver sem fer með 5-10 ára börn í ljós fyrir sólarlandaferðir?! Hvurslags bull rök eru þetta?

Hættum þessu drama-tali um "vonda ríkið". VIÐ einfaldlega hjálpumst að við að hugsa hvort um annað og um börn hvors annars, í því SAMFÉLAGI sem við búum saman í. "Ríkið" er bara rammi utan um það sem við ákveðum að gera sameiginlega.

Skeggi Skaftason, 31.1.2011 kl. 23:34

16 identicon

Móðir mín fór með mig í sólarbekki til að undirbúa sólarlanda ferðir, hún er bæði flugfreya og fékk eitt sinn sortuæxli. Viðkvæm húð gengur í fjölskyldunni, með því að stunda hóflega ljósabekkjanotkun var dregið töluvert úr áhættunni á að fá húðkrabbamein. Að öðrum kosti hefðu verið töluverðar líkur á að brenna í sólarlandaferðinni en slíkt getur valdið sortuæxlum, og miklu frekar en hófleg sólarbekkjarnotkun. Hófleg sólarbekkjanotkun er á engann hátt frábrugðin því að fara út í sólbað, og þeir sem vilja banna ákveðnum þjóðfélagshópum að nota sólarbekki ættu með sömu rökum að banna þeim að stunda sólböð úti. Kannski eru útgöngubönn barna, veikra og fatlaðra eða annarra viðkvæmra á sumrin á næsta leiti?

Siggi (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 00:42

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Það er samfélagsleg skylda okkar að skipta okkur af annarra manna börnum.  Reyndar er það svo að börnin eru ekki "eign" okkar - ekki frekar en ríkið Á ekki börnin. Við höfum forsjá með þeim og verðum að standa okkur í þessari forsjá. 

Ég lofa þér því, Vendetta, að það er aragrúi af foreldrum sem veit EKKI hvað börnum þeirra er fyrir bestu og/eða gerir ekki það sem börnum þeirra er fyrir bestu. Ástæðurnar eru mismunandi og stundum veit fólk ekki betur.  Ég held við höfum öll, sem erum foreldrar, staðið í þeim sporum einhvern tímann.  Enginn er fullkominn - ekki heldur foreldrar. 

Fólk með dökka húð fær líka húðkrabbamein. Í greininni sem hægt er að smella á má lesa m.a. þetta:

"There's a perception that people with darker skin don't have to worry about skin cancer, but that's not true," explained Gloster, lead author of the study. "Minorities do get skin cancer, and because of this false perception most cases aren't diagnosed until they are more advanced and difficult to treat."

Þannig að hin "náhvítu" íslensku börn eins og þú kallar þau eru ekki þau einu sem eru í hættu.  Það má líkja þessu við það að maður getur fengið hjartaáfall þó hann sé alls ekki í áhættuhópi. 

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælir með banni gegn ljósalampanotkun fyrir fólk yngra en 18 ára.  Veist þú betur en WHO eða húðlæknar hvað er gott fyrir börn - og hvaða forsendur hefur þú til þess Vendetta? 

Hér er grein sem segir sólarlampa jafn hættulega og reykingar. 

Í henni stendur: 

New research from the International Agency for Research on Cancer (IARC) has determined that tanning beds are even more dangerous than previously thought. The IARC has moved tanning beds from “probably carcinogenic to humans” to the highest cancer risk category, calling them “carcinogenic to humans”. They will join other Group 1 hazards including cigarettes, asbestos, and arsenic.

"This past June, scientists from several different countries met to analyze 20 studies that linked tanning beds and skin cancer. After examining the data, the IARC has found tanning beds can increase the risk of developing skin cancer by 75%, especially if use begins before the age of 30. The IARC also discovered evidence that links tanning beds with melanoma of the eye."

Fyrir tuttuguogfimm árum barðist ég gegn því að foreldrar reyktu ofan í börnin sín,  og einu sinni leyfði ég mér að taka sígarettu út úr munni barnshafandi konu, hún tók því reyndar ekki illa og vissi upp á sig skömmina.  

Það er fallegt að vera eins og maður er, hvítur, svartur eða gulur.  Við eigum ekkert að reyna að breyta okkur.  Það er það sem við eigum að keppast að, ekki að ýta undir tanorexíu barna okkar og unglinga.  

Ég er fórnarlamb ljósabekkja sjálf - en ég gerði mér nákvæmlega enga grein fyrir því á yngri árum hvaða skaðsemi þeir gætu haft á húðina.  Það er til sólarvörn sem þekur húð barna,  ég hef verið með ljóst barn í 30 stiga hita og sól  sem roðnaði ekki - vegna þess að ég passaði upp á að bera vörn á það.  ÞAÐ er okkar skylda, foreldra sem annarra,  að verja börnin en ekki berjast fyrir því að þau fái aðgang að sólarlömpum sem ríkið er búið að banna innan 18 ára.  Ríkið gerir það vegna gildrar ástæðu, vegna tilmæla frá virtum heilbrigðisstofnunum -  af sömu ástæðu og það leyfir ekki tóbakssölu til 18 ára og yngri. 

P.s. ég er algjörlega á móti því að fólk fái ekki heilbrigðisþjónustu sem reykir eða hefur notað sólarbekki.  Þá ættu þeir sem misnota áfengi eða mat ekki heldur að fá læknisþjónustu.  

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.2.2011 kl. 00:50

18 identicon

Þú talar um WHO eins og þeir séu fullkomnir en nokkrum setningum áður fullyrðiru að enginn sé fullkominn?

UVA og UVB geislun veldur húðkrabbameini, líkurnar á því aukast því meiri sem geislunin er og því meiri sem tíminn undir henni er. Þe. ef geislunin sem kemur úr sólarbekk í 10mín og að sitja úti í sólbaði í 2klst er sú sama er hættan sú sama. Sólarbekkir líkja eftir eðlilegri sól, þó er töluverður munur þar á, í sinni einföldustu mynd eru sólbekkirnir einfaldlega fljót leið til að fá jafn mikið af geislun. Ef einhver vill láta banna hóflega sólbekkjarnotkun er ekki þá eðlilegt að banna hófleg sólböð? Hættan er nákvæmlega sú sama ekki satt? Fólk sem misnotar sólbekki setur sig út fyrir húðkrabbamein alveg eins og fólk sem stundar óhófleg "náttúruleg" sólböð.

Rétt er það að allir, sama hvaða húðlit fólk hefur, geta fengið húðkrabbamein. Hinsvegar aukast líkurnar á því því ljósara sem fólk er, (og viðkvæmara fyrir sólinni). Því fara sumir í ljós sem fyrirbyggjandi aðgerð áður en haldið er í sólarlandaferðir. Athugið að líkur á krabbameini vex með vísisvexti þegar húðin brennur, því skiptir mestu að halda henni frá því að brenna frekar en að halda henni algjörlega frá sólargeislum.

Þess má geta að húðlæknar mæla heldur ekki með því að vera úti þegar sólin er hæst á lofti, á að banna börnum og unglingum að vera úti á milli 9-15 á sumrin? Að liggja undir sterkri sól óvarinn í unglingavinnu er margfalt hættulegra en að liggja í sólbekk í 10 mínútur. Hér ber að nota almenna skynsemi, og sólarvörn, þegar það á við.

Hér er ágætis grein um þetta.

http://www.hudlaeknastodin.is/page31/page31.php?categories=S%C3%B3l

En hún endar á þessum orðum:

"Að lokum; algengi húðkrabbameina, sérstaklega sortuæxla, hefur aukist mjög mikið hérlendis. Læknar eru í lykilaðstöðu til að greina slík mein snemma og einnig til að veita fræðslu um sólvarnir. Ljósabekkjanotkun hérlendis er með því hæsta sem þekkist og vil ég nota tækifærið og skora á yfirvöld að setja reglugerð sem geri notkun ljósabekkja hjá unglingum háða skriflegu leyfi foreldra."

Ég er alveg sammála þessu, skriflegt leyfi foreldra ætti að nægja. Enda er hófleg sólbekkjanotkun ekki frekar hættulegri en að fara í göngutúr á sólríkum degi.

Hófleg sólbekkjarnotkun er ekki frekar hættuleg en hófleg útivist, og þeir sem vilja banna annað vegna hættu á geislun þurfa að banna hitt af sömu ástæðum.

Siggi (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 01:25

19 identicon

Sammála þér Jóhanna að öllu leyti!  Við getum ekki ruglað saman lífsnauðsynlegum forvörnum saman við forsjárhyggju. Ég er sjálf fyrrum notandi ljósabekkja.  Fór í ljósabekk fyrst fyrir 30.  og er enn að berjast við þá tilhugsun í hausnum á mér  að hraustlegra sé að vera smásólbrúnn en alveg ´hvítur eða þannig. Samt þoli ég varla að fara í ljós sjálf vegna húðgerðar minnar en ég hef loksins komist nokkurn veginn yfir það að langa í ljós og frekar fer ég í brúnkusprautun 1-2 á ári  og eða nota brúnkukrem sjálf en að fara í ljósabekk.  En ég á 3 börn upp að 24 ára aldri sem aldrei hafa stundað ljósabekki  og er ég dauðslifandi fegin þvi.   Ég hef séð afleiðingarnar á ungu fólki í heilbrigðiskerfinu okkar góða sem er að greinast og deyja af völdum þess. Ég vinn í heilbrigðiskerfinu og veit að þetta er staðreynd en ekki klisja og það  er fullkomlega í besta  lagi að banna börnum  innan 18.ára ! að fara í Ljósabekki !

Það er einnig umhugsunarvert i allri þessari umræðu um forsjárhyggju nútímans að hvað sem segja skal til um það allt er að  ef við stöldrum öll aðeins örlítið  við og hugsum um það  hvert  okkar hlutverk er sem fullorðin eru nema einmitt að fræða börnin okkar og greina muninn á röngu og réttu.

Ef Alþjóðleg heilbrigðisstofnun á borð við WHO er að mæla gegn sólarbekkjarnotkun er það ekki eitthvað sem ber að taka alvarlega?

Af hverju bönnum við sígarettusölu í sjoppum innan ákveðins aldurs? af hverju að banna vínsölu innan ákveðins aldurs?

Getur ekki verið að við sem fullorðin eru séum kannski betur i stakk búin  til þess þroska og vitsmunarlega séð en börnin okkar  að taka fyrir þau ákvarðanir meðan þau eru ENN BÖRN  sem  geta þá tekið þær ákvarðanir sem þeim sýnist eftir 18.ára aldur osfr.

  Að lokum vil ég aðeins benda þeim á sem skrifa hafa hér línur á undan  að ólíkar skoðanir ber okkur öllum  að virða og sleppa því að kalla fólk ónöfnum , það er bara ekki mannsæmandi siðuðu fólki almennt. Öll svona umræða er af hinu góða og sjálfsagt  er að viðra hinar ýmsu skoðanir fólks og gagnrýna þær málefnalega !

guðrún (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 01:43

20 identicon

Hvaða læti eru þetta!  Auðvitað á að leyfa foreldrum að grilla börnin sín enda eiga þau börnin.

Kiddi (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 11:09

21 identicon

Ekki gleyma að marinera þau fyrst  

Jóhanna (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 11:12

22 Smámynd: Vendetta

"Ég lofa þér því, Vendetta, að það er aragrúi af foreldrum sem veit EKKI hvað börnum þeirra er fyrir bestu og/eða gerir ekki það sem börnum þeirra er fyrir bestu. Ástæðurnar eru mismunandi og stundum veit fólk ekki betur."

Jóhanna Magnúsdóttir, það eru líka embættismenn í félagslega kerfinu sem fara með offorsi gegn fjölskyldum þar sem börnin hafa það gott og sem eiga gott heimili með foreldrum sem passa börn sín vel. Svona embættismenn þykjast vera að gæta hagsmuna barnanna, en eru í raun og veru að svala sinni eigin valdasýki, því að þessir embættismenn hlusta ekkert á börnin. Hlutverk foreldranna er að búa börnunum gott heimili með góðan aðbúnað og ákveðnar rútínur (skipulag), nota hæfilegan aga (ekki líkamlegt ofbeldi, eins og sumir illa upplýstir foreldrar rugla saman við aga), gefa börnunum góðan mat, lítið af sælgæti osfrv. osfrv. Flestir foreldrar eru þannig, en ef þeir eru útlendingar, þá verður fjölskyldan fyrir alls konar rasisma af hálfu félagsþjónusta, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Og þar þekki ég mörg þannig dæmi um þannig valdníðslu af hálfu hins opinbera.

Svo er margt sem foreldrar ættu ekki að gera, t.d. eins og þú nefnir að reykja sígarettur á heimilinu. Það er ofbeldi, og ég myndi styðja herferð gegn sígarettureykingum á heimilum þar sem eru börn.

En við vorum að ræða, hvort bann við ljósabekkjum eigi rétt á sér, og mín skoðun er sú sama og Sigga, Sigurgeirs og Ragnhildar. Að vera að blanda mannáti, sem er bannað í flestum ríkjum heims, inn í umræðuna, eins og þessi gaur sem kallar sig Kidda/Jóhönnu (11:09+11:12) er hreinn sorpblaðastíll (DV-æsifregnastíll).

Annars er ég að fara í mat (ekki þó grillveizlu) og verð ekki við næsta hálftímann.

Vendetta, 1.2.2011 kl. 12:01

23 identicon

Nei sko bara farið að fjúka í Vendetta! En sem betur fer ræður hann þessu ekki. Og eins og e h benti honum á þá "á" hann ekki börnin sín. það þarf bara að hafa vit fyrir fólki og Vendetta er skírt dæmi um það að það þarf að passa foreldra sem ekki vita hvað þau eru að gera. það eru til foreldrar sem ekki vilja að börn þeirra fari í skóla td. þessvegna er skólaskylda td.

Ljósabekkir eru bannaði yngri en 18 ára Ventetta sættu þig við það.

óli (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 12:35

24 identicon

Stefán Andri hittir naglann á höfuðið. 

Arnþór (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 17:59

25 identicon

Er ekki nær að einbeita sér að offitusjúklingum á öllum aldri...þeir eru löngu komnir fram úr tóbaksfíklum og reyndar öðrum í kostnaði fyrir samfélagið.

itg (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 19:28

26 Smámynd: Vendetta

Óli, eða hvað þú nú heitir í raun og veru, það er alveg augljóst að þú ert mjög lélegur að rökræða, því að þú ert alltaf með skítkast og heldur að það hjálpi þér. En það gerir það ekki. Þú gengur út frá því með þinn lélega málstað í fáfræði þinni og rökþroti, að ég sé í neyzlu bara af því að ég nenni ekki að fara til læknis og borga 1000 kall fyrir bara af því að ég er með hausverk. Ég hef aldrei verið í neyzlu af neinu tagi, en þjáist af tíðum höfuðverkjum vegna mígrenis, sem ég hef þjáðst af sl. 20 ár.

Hins vegar held ég, ef dæma má út frá því hvernig þú trúir í blindni á allt sem er fyrirskipað að ofan, að þú hafir ekki verið alinn upp af foreldrum þínum, heldur verið á einhverri stofnun alla þína æsku, kannski barinn til hlýðni og hefur þess vegna þróað með þér þrælseðli. Þú hefur það sem er kallað Russian Orphanage Syndrome, sem er dæmigert fyrir börn sem hafa verið alin upp á ríkisstofnunum frá unga aldri. Þau hafa blinda trú á yfirvöldum, álíta í einfeldni sinni að það sé hlutverk yfirvalda að ala upp börn og þekkja hvorki hugtökin foreldrar, fjölskyldaheimili. Þannig ert þú, Óli og ég votta þér þess vegna mína dýpstu samúð. 

Vendetta, 1.2.2011 kl. 20:18

27 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Þú hefur það sem er kallað Russian Orphanage Syndrome

Þetta hljómaði áhugavert, svo ég gúglaði það. "No results found for "russian orphanage syndrome""

"Orphanage syndrome" virðist notað til að lýsa ýmist því þegar börn rugga sér fram og aftur, eru frek á athygli og með mikið keppnisskap, eða ná ekki að mynda tengsl við fólk.

Ef þú gætir vísað mér á eitthvað ítarefni um þetta, væri ég þakklát.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 2.2.2011 kl. 14:39

28 Smámynd: Vendetta

Sæl, Tinna. Ég hef ekki séð þetta á prenti, en þetta hugtak var notað af kunningjafólki mínu í Danmörku, sem fyrir ca. 12 árum ættleiddu 5 ára stúlku sem hafði búið á munaðarleysingjaheimili í St. Petursborg frá fæðingu. Hún hafði þetta heilkenni, sem gæti heitið eiutthvað annað á fræðimáli, en kunningi minn notaði allavega þetta Russian Orphanage Syndrom. Ég skal athuga síðar hvort þetta finnst á dönsku.

Stúlkan var illa farin andlega af að vera á heimilinu, hafði sætt miklu harðræði þar, sem gerði ástand hennar verra. Hún var að sjálfsögðu ánægð með að búa einhvers staðar, en hafði ekki hugmynd um hvorki fjölskyldutengsl og hvað voru eðlileg samskipti. T.d. sex mánuðum eftir að hún hafið flutzt til DK og kunni eitthvað smávegis á dönsku, gat hvaða ókunnugur sem er komið og sagt við hana: Kom med mig, og þá hefði hún farið með þessari persónu það án þess að hugsa sig tvisvar um. Kunningjafólk mitt fór á námskeið, eins og aðrar fjölskyldur sem ættleiddu rússnesk börn, til að læra hvernig ætti að leysa þau samskipta- og agavandamál sem fylgir. T.d. var hluti af þessu strangur agi hvað varðar marga hluti (ég man ekki allt), og auk þess þurfti hún að vera undir stöðugu eftirliti, því að annars hyrfi hún bara og kæmi ekki aftur. Ekki af því að henni leið illa, hún hafði bara ekki hugmynd um að hún ætti heima hjá þessu fólki, þar eð "að eiga heima" var ekki í hennar orðabók (heldur ekki á rússnesku). Það tók amk. 2 - 3 ár áður en hún hafði fengið tilfinningu og skilning á tengslum við fjölskyldu.

Hitt heilkennið, sem þú nefnir, sem er enn alvarlegra er svo allt annar handleggur. Það var og er útbreitt á munaðarleysingjaheimilum, þar sem börn eru vanrækt, bæði andlega, tilfinningalega og líkamlega.

Ég verð að skreppa, en vil bæta smávegis við þetta á eftir.

Vendetta, 2.2.2011 kl. 17:08

29 Smámynd: Vendetta

Að þetta var kallað Russian Orphanage Syndrome er til komið, ekki sérstaklega vegna Rússlands (í raun ætti þetta að heita Soviet Orphanage Syndrome), heldur vegna allra kommúnistaríkja, sem höfðu það að markmiði að steypa öll börn eftir hugsjónum kommúnismans og kollektívismans, sem gerði lítið úr hagsmunum einstaklingsins og mikilvægi fjölskyldutengslna. Það dogma var ríkjandi meðal sannfærðra kommúnista, að það væri hlutverk ríkisins að ala upp börnin þar sem hægt væri að koma því í kring, börnin væru eign sovézka ríkisins og það væri börnunum fyrir beztu, bæði gegnum stofnanir, skóla og hreyfingar að setja hagsmuni ríkisins og sósíalismans ofar hagsmunum fjölskyldu sinnar, svona álíka og stefnan í 3. ríkinu varðandi nazismann.

Á munaðarleysingjaheimilum var þessi aðferðafræði notuð, allar hugmyndir barnanna um að hafa átt fjölskyldu og fjölskylduheimili var "eytt" úr huga þeirra. Þannig að þessi börn urðu að svoköllum sovétmennum, sem höfðu sömu skoðanir á fjölskyldum eins og Stalin hafði á sjálfseignarbændum.   

Þeir sem voru á öndverðum meiði, og álitu að börn þyrftu á fjölskyldu að halda, voru kallaðir reactionists (endurskoðunarsinnar) og fengu engan hljómgrunn. Börn á sovézkum stofnunum voru ekki ættleidd eða sett í fóstur, heldur fullkomlega institutionalized til 18 ára aldurs og síðan hent út á götuna, þar sem þau urðu að fara að vinna, yfirleitt í verksmiðjum. Nokkrum árum eftir að Sovétríkin hættu, var svo byrjað að leyfa ættleiðingar erlendra fjölskyldna af þessum hælum. En börnin voru andlega sködduð af að hafa alizt upp á hælunum, og eftir að kreppan og peningaleysið fór að segja til sín, þá versnaði umönnunin, börnin voru reglulega barin eða þau misnotuð eða bæði, sem bætti nú ekki úr skák. Þannig að auk þess að vita ekki hvað hugtökin faðir, móðir, systkini og fjölskyldubönd þýddu í raun þá voru þau líka haldin rótgrónum ótta við fullorðna. Það er ekki ólíklegt, að drengurinn sem bandarísk kona skilaði aftur til Rússlands, hafi verið haldinn þessu heilkenni og konan ekki ráðið við það. En flest þessara ættleiddu rússneskra barna náðu sér eftir 2-3 ár eftir ættleiðinguna, ef nýju foreldrarnir fengu tilsögn. Verra fór fyrir þeim meirihluta barna sem enginn vildi ættleiða, þeim var vísað af heimilunum út í atvinnuleysi og örbirgð, sem hefur verið landlæg síðan 1992, þökk sé Boris Yeltsin.

Ættleiðingar frá Rumeníu fóru aftur á móti á verri veg. Það vita allir þau hræðilegu kjör sem munaðarlaus börn þar lifðu við undir helstjórn Ceaucescus. Þegar fólk á Vesturlöndum (þ.á.m. Danmörku fengu að ættleiða þessi börn, kom í ljós, að fyrst voru verst hrjáðu börnin látin til ættleiðingar, nýju foreldrunum til mikillar mæðu, því að flest þessara barna voru orðin varanlega fötluð, bæði andlega og líkamlega.

Ég er ekki að fella áfellisdóm yfir öll munaðarleysingjaheimili og stofnanir, aðeins þau sem eyðileggja börn, sem þeim er treyst fyrir. Hér á Íslandi eru meðferðarstofnanir og vistunarheimili sem börn eru send á, sem ættu alls ekki að fara á neina stofnun. En svona vinnur kerfið á Íslandi. Kommúnisminn og öfgafemín(az)isminn ganga hér hönd í hönd.

Vendetta, 2.2.2011 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband