12.1.2011 | 21:19
Afleiðingar bannlaga
Ætli ekkjur og aðrir syrgjandi fjölskyldumeðlimir í Mexíkó séu sammála þeim sem vilja viðhalda bláu banni við öðrum fíkniefnum en víni og tóbaki?
Tollurinn sem greiða þarf vegna þessara skammsýnu sjónarmiða er miklu hærri en ef það væri ekki amast við fíkniefnum og þau sett undir lög og reglur eins og önnur neysluvara.
Hörmungarnar sem bann veldur eru gríðarlegar, eins og þeir sem orðið hafa fyrir árásum eða þjófnuðum eiturlyfjafíkla, vita.
Alkóhólistar á batavegi eru hvattir til að horfast í augu við fíkn sína og sjálfa sig undanbragðalaust. Erum við að horfast undanbragðalaust í augu við afleiðingarnar af fíkniefnabanninu?
Yfir 15.000 myrtir í eiturlyfjastríðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Athugasemdir
Alveg rétt hjá þér. Auðvitað eiga yfirvöld að stýra þessu rétt eins og áfengi og tóbaki og eyða um leið tökum undirheimanna á þessum markaði.
Hörður Sigurðsson Diego, 12.1.2011 kl. 22:00
Ég er á því að þetta eigi að vera löglegt, rétt eins og spilavíti og fólk sem vill selja líkama sinn.
Það mundi einfaldlega þýða það að kókið og heróínið mundi hríðfalla í verði og glæpum mundi sennilega fækka.
Svo eru þessi boð og bönn svo fáránleg að mörgu leyti. Ég má borga fyrir reykingar og drekka mig fullan en ég má ekki borga fyrir að fá mér að ríða óski ég þess.
Ég má sólunda mínu fé í áfengið og tóbakið en ég má ekki fara í black jack.
Hvar drögum við línurnar?
Já og eitt, eitt allra besta dæmið. Á Íslandi er sko stranglega bannað að snusa. Fyrir þá sem ekki vita þá er það munntóbak sem fæst laust eða í pokum. Ég persónulega bý í Noregi og nota General Portion sem ég kaupi í pokum.
Það má ekki nota það á Íslandi því það er verið að verja íslenskt neftóbak. Bara svona for info þá mælir norska landlæknisembættið með því að fólki snusi í stað þess að reykja. Það er ekki til ein einasta rannsókn sem sýnir að snus valdi krabbameini eða nokkru svoleiðis. Þú getur vissulega fengið í mallakútinn og hálsinn en það er ekkert miðað við allt ruglið í kringum reykingarnar.
Landlæknisembættið í Noregi mælir án gríns með því að ef fólk hætti að reykja að það fari þá frekar í snus en nikotíntyggjó t.d.
Júlíus Valdimar Finnbogason, 13.1.2011 kl. 08:03
Takk fyrir frábærar athugasemdir Hörður og Júlíus.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 13.1.2011 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.