Leita í fréttum mbl.is

Erlend lán voru hagkvæmari kostur fyrir hagsýna

Er við hugðumst taka lán til fasteignakaupa voru kostirnir reiknaðir út, annars vegar íslensk lán með verðtryggingu og háum vöxtum og hins vegar erlend lán með gengisáhættu og lágum vöxtum. Excel útreikningar sýndu svart á hvítu að það var miklu hagkvæmara að taka erlent lán. Útreikningarnir miðuðu við að krónan gæti farið í lægsta gengi á tíu ára tímabili sem var um 2001 (en þá var dalurinn 110 krónur). Þrátt fyrir það var hagkvæmara að taka erlenda lánið. Ekki var gert ráð fyrir algeru hruni og dauða krónunnar. Það er rangt hjá Pétri að óábyrgir hafi tekið myntkörfulán. Íslenskir „hagstýrendur“ höfðu verðlagt krónuna út af markaðnum.

Fer ekki öllum að verða ljóst að krónan er búin að vera? Krónan er munaður sem Íslendingar hafa ekki lengur efni á. Við verðum að læra að nýta okkur smæðina og finna leiðir til að græða á henni en ekki vaða um í sjálfsblekkingu um að hægt sé að halda úti gjaldmiðli í landinu. Það er ekkert minna en hlægilegt að þurfa að sitja undir gjaldeyrishöftum og fölsku gengi. Það besta sem sparifjáreigendur og viljugir sparendur gætu fengið er raunverulegur gjaldmiðill að spara í. Þá fyrst eykst vilji til sparnaðar í landinu.


mbl.is Bruðlurum bjargað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega hárrétt athugasemd hjá þér Sigurgeir. Það er óþolandi að sitja undir því að með því að hafa "valið" (ath sölumennska banka og fjármögnunarfyrirtækja í þeirra eigu oftast, snerist mikið um að bjóða þessi "erlendu lán") það að taka gengistryggt lán í stað gamla íslenska verðtryggða lánið sem hækkaði bara og hækkaði sama hvað borgað var er nú sagt óábyrgt og og slíkum áhættufíklum eigi ekki að bjarga. Þetta er svolítið eins og bankarnir selji þér ferð til útlanda og þegar þú ert kominn þangað þá ertu laminn og rændur af öðrum bankamönnum og skilinn eftir peningalaus í húsasundi. Síðan segja eftiráspekingarnir að aðeins áhættufíklar versli ferð til útlanda og því skuli bara láta hræin liggja. Undarleg umræða.

Þorsteinn Gunnl. (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband