Leita í fréttum mbl.is

Röng stefna

Loðin og óljós svör fólksins sem vildi að allt væri uppi á borðum eru frekar hlægileg. Af hverju segja þau ekki hreint út hver áform þeirra eru? Hvar er heiðarleikinn sem Jóhönnu var svo hugleikinn áður? Er þetta opin stjórnsýsla?

Það er líka áhugavert að sjá hvernig þau fara að því að slá „skjaldborg um heimilin.“ Er þetta virkilega skjaldborg? Mér sýnist þetta líta meira út eins og þau séu að slá skjaldborg um ríkissjóð.

Ríkisstjórn Íslands er að finna það á eigin skinni, sem svo margir bentu á, að skattahækkanir þýða ekki endilega auknar skatttekjur. Aukin skattheimta dregur máttinn úr atvinnulífinu, kakan sem ríkið fær hluta af minnkar þótt hluti ríkisins af henni stækki. Á þessu tapa allir. Furðu sætir að þau skuli halda þessari stefnu til streitu.

Því lengur sem þau draga að skera niður hjá ríkinu, því sársaukafyllra verður það.

Hér eru tillögur að niðurskurði:

1. Taka stjórnmálaflokka af framfærslu ríkisins. Ríkisvæðing stjórnmálaflokkanna er eitt mesta hneyksli síðari ára.

2. Leggja niður Seðlabankann og taka upp dal.

3. Leggja niður forsetaembættið.

4. Draga úr niðurgreiðslum í landbúnaði.

5. Sameina ríkisbankana í einn.

6. Draga stórlega úr fæðingarorlofsgreiðslum.

7. Engar fleiri ráðningar (án auglýsinga eða með) til ráðuneyta og stofanana út kjörtímabilið.

8. Fækka sendiráðum (opna heimasíður í staðinn).

9. Lögleiða kannabis. Það sparar gjaldeyri og löggæslu (nota Holland sem fyrirmynd).

10. Stöðva framkvæmdir við byggingu tónlistarhússins í höfninni (pakka í plast og bíða þar til betur árar og selja það svo).

11. Fækka ráðuneytum og ráðherrum.

 Molar eru líka brauð. Virkja þarf þjóðina í að standa saman og spara.


mbl.is Skattar munu hækka eitthvað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir öll atriðin nema nr. 9.

Þó mbl.is reyni að láta líta svo út að hækka eigi skatta, er raunveruleikinn sá að fyrst og fremst á að skera niður. "Margar og mjög sársaukafullar aðgerðir sem þarf að grípa til" segir Steingrímur, þar á hann við niðurskurð.

Skattahækkanir verða eingöngu á hálauna og stóreignafólk.

Ekkert til að hafa áhyggjur af.

Doddi (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 16:34

2 Smámynd: Magnfreð Ingi Ottesen

sammæala öllu nema nr 2 og 9.

1,1. að taka upp dollara eða annan gjaldmiðil hefur ókosti, við getum ekki prendað ef það þarf fjölga seðlum.

1,2. við erum háð þeim ríkjum sem gjaldmillin kemur frá og ekki víst hvort við fáum eins míkið og við myndum vilja fá.

þannig að það er betra að vera með ísl.krónuna og geta prentað þegar þess er þörf og vera ekki í hættu um að gjaldeiri klárist upp.

2. kanabis... held ekki.

smá fyrir nr. 6. afnema fæðingarorlof fyrir karlmenn, við eigum bara vera útivinnandi á meðan móðirinn er heima og huggsa um heimilið. allavega var það þannig þegar ég var lítill gutti og virkaði vel. 

Magnfreð Ingi Ottesen, 25.5.2010 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband