31.3.2010 | 19:20
100% af engu eða 25% af mörgu?
Væri ekki nær að lækka eða fella niður aðkomuskatta til landsins? Það skilar miklu meiri tekjum til landsmanna að fá sem flesta ferðamenn til landsins því þeir kaupa vörur og þjónustu sem er með hæsta virðisaukaskatti í heimi, fylla tankinn með háskattaeldsneyti og skola matnum niður með háskattavíni.
Skattahugmyndaauðgi þeirra sem ráða ferð ríkisfjármálanna í dag er takmarkalaus, en að sama skapi grunnhyggin. Þeir virðast ekki átta sig á einföldustu hlutum. Til dæmis því að betra er að fá lítinn hluta af stórri köku, en stóran hluta af lítilli köku.
Atvinnulífið á Íslandi þarf hvatningu og uppörvun. Skattastefna ríkisstjórnarinnar hefur lamandi áhrif.
Sérstakt farþegagjald lagt á | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.