Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
25.3.2009 | 16:54
Þeir fagna ekki
Áhyggjufólk um hlýnun jarðar sagði að ástæðan væri bröltið í manninum. Reiknað var út að með áframhaldandi brölti myndi hlýna um 0.7 gráður á 100 árum. Nú hefur snarlega dregið úr brölti svo skiptir tugum hundraðshluta og ekki lítur út fyrir að fyrri umsvifum verði náð í bráð. Enginn úr áhyggjuhópnum hefur opinberlega, að mér vitandi, fagnað því. Ættu þeir ekki að vera í skýjunum? Ætti ekki einhver að vera búinn að skrifa grein í Lesbókina og fagna því að nú lítur ekki út fyrir að það hlýni um 0.7 gráður á næstu 100 árum heldur 0.5? Að það þurfi sem betur fer ekki að skattleggja útblástur um 10 skrilljarða, heldur 5 skrilljarða?
Hlýnunarsinnar í Bandaríkjunum láta eins og ekkert sé og hafa eyrnamerkt stórar upphæðir til baráttunnar gegn alheimshlýnun af mannavöldum í þeim útgjaldapakka sem á víst að koma hjólum efnahagslífsins í gang á ný. Al Gore brosir út að eyrum.
Svo fréttist af ráðstefnu í Kaupmannahöfn þar sem niðurstaðan var að allt væri að fara til andskotans, jörðin eins og pottur með pylsum sem er að sjóða uppúr. Kreppan virðist ekki hafa haft nein áhrif þótt vitað sé að útblástur koltvísýrings hafi stórminnkað um allan heim.
Er ekki eitthvað bogið við þetta? Getur verið að þetta sé vísbending um að staðreyndirnar skipta engu máli í þessu sambandi?
Ég man ekki hvort ég er búinn að segja frá því á þessu bloggi, en ég las bók nýlega sem heitir: Myths, Lies and Downright Stupidity eftir John Stossel. Í henni er Alheimshlýnunarmálið af völdum manna sett í flokkinn: Trúmál. Þessvegna set ég þessa færslu í flokkin Trúmál og siðferði.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 114426
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.