Leita í fréttum mbl.is

Þeir fagna ekki

Áhyggjufólk um hlýnun jarðar sagði að ástæðan væri bröltið í manninum. Reiknað var út að með áframhaldandi brölti myndi hlýna um 0.7 gráður á 100 árum. Nú hefur snarlega dregið úr brölti svo skiptir tugum hundraðshluta og ekki lítur út fyrir að fyrri umsvifum verði náð í bráð. Enginn úr áhyggjuhópnum hefur opinberlega, að mér vitandi, fagnað því. Ættu þeir ekki að vera í skýjunum? Ætti ekki einhver að vera búinn að skrifa grein í Lesbókina og fagna því að nú lítur ekki út fyrir að það hlýni um 0.7 gráður á næstu 100 árum heldur 0.5? Að það þurfi sem betur fer ekki að skattleggja útblástur um 10 skrilljarða, heldur 5 skrilljarða?

Hlýnunarsinnar í Bandaríkjunum láta eins og ekkert sé og hafa eyrnamerkt stórar upphæðir til baráttunnar gegn alheimshlýnun af mannavöldum í þeim útgjaldapakka sem á víst að koma hjólum efnahagslífsins í gang á ný. Al Gore brosir út að eyrum.

Svo fréttist af ráðstefnu í Kaupmannahöfn þar sem niðurstaðan var að allt væri að fara til andskotans, jörðin eins og pottur með pylsum sem er að sjóða uppúr. Kreppan virðist ekki hafa haft nein áhrif þótt vitað sé að útblástur koltvísýrings hafi stórminnkað um allan heim.

Er ekki eitthvað bogið við þetta? Getur verið að þetta sé vísbending um að staðreyndirnar skipta engu máli í þessu sambandi?

Ég man ekki hvort ég er búinn að segja frá því á þessu bloggi, en ég las bók nýlega sem heitir: Myths, Lies and Downright Stupidity eftir John Stossel. Í henni er Alheimshlýnunarmálið af völdum manna sett í flokkinn: Trúmál. Þessvegna set ég þessa færslu í flokkin Trúmál og siðferði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Og trúmál má svo setja í flokkinn félagsmál, í það minnsta ef þau mál ber á góma hjá vinstrimönnum.

Fyrir uþb 35 árum var þessi sami trúarhópur á ferð með Fimbulvetrar kenninguna. Hún breyttist svo í Súrt regn. Gróður jarðar var að tærast upp og lungu heimsins að lokast. En við komumst örugglega aftur inn á fimbulvetrartímabil fyrr en nokkurn grunar.

Það var samt dálítið clever af þeim að velja trúarbrögð sem tekur árhundruð að sanna. Þar með tókst þeim að skjóta trú sinni upp við hliðina á Almættinu. Sýnir bara að innst inni erum við eins.

Ragnhildur Kolka, 25.3.2009 kl. 17:17

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ekki gleyma að þarna á milli var líka baráttan fyrir verndun ósónlagsins. Gatið er enn til staðar en enginn virðist hafa áhyggjur af því lengur. Gatið hefur alltaf verið þarna og mun alltaf vera þarna. Það varð ekki að vandamáli fyrr en mælingar hófust á áttunda áratugnum. Fyrirtaks dómsdagsspá eyðing ósónlagsins. Eiginlega frábær!

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 25.3.2009 kl. 17:47

3 Smámynd: Loftslag.is

Ég vil benda Ragnhildi á þessa færslu mína:

http://loftslag.blog.is/blog/loftslag/entry/834469/

Einnig að skoða myndbandið sem er í þessari færslu:

http://loftslag.blog.is/blog/loftslag/entry/835407/

Loftslag.is, 27.3.2009 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband