Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2012

Ferđ höfundarins 2. útg. komin út

Ferđ höfundarins kápaFerđ höfundarins 2. útgáfa eftir Christopher Vogler er komin út á íslensku.

Ţađ eru 150 bls. af nýju efni í ţessari útgáfu, međal annars greinar um kvikmyndirnar Titanic, Reyfara, Međ fullri reisn og Stjörnustríđsbálkinn, og ritgerđir um kaţarsis, póla og Rumputusk eđa Hrossabrest eins og hann hét í gamla daga. Rumputuski kemur viđ sögu í kafla sem heitir „Sögur eru lifandi verur“. Rumputuski hjálpađi, eins og frćgt er orđiđ, stúlku ađ spinna gull úr stráum svo hún yrđi ekki höfđinu styttri. Í laun vildi hann lítilrćđi; fyrsta barn hennar. Stóđ hún viđ samninginn?

Kaflinn „Viska líkamans“ er einkar áhugaverđur. Líffćrin bregđast viđ sögum og ţau viđbrögđ eru engin látalćti eđa misskilningur og síst af öllu „gáfumannsleg“ sem er nćsti bćr viđ misskilning eđa eitthvađ ţađan af verra. Hrollur sem hríslast um líkamann eđa kökkur í hálsinum eru óvéfengjanleg skilabođ um ađ saga sé góđ, eđa ađ minnsta kosti áhrifarík.

Bókin er í handhćgu kiljuformi og er prýdd fjölda ljósmynda úr kvikmyndum sem varpa ljósi á viđfangsefniđ. Kaflarnir eru skreyttir ákaflega fallegum gođsögulegum teikningum eftir listakonuna Michele Montez, en hún lést fyrir aldur fram úr brjóstakrabbameini. Teikningar Michele eru og í ensku útgáfunni.

Eins og margir ţekkja er Ferđ höfundarins dregin af verkum gođsögufrćđingsins Josephs Campbell. Hún sýnir hvađa ađferđum sagnaţulir á borđ viđ Steven Spielberg og George Lucas hafa beitt viđ ađ semja sögur, hvernig kvikmyndir ţeirra endurspegla gođsögulegan arf sem borist hefur milli kynslóđa frá upphafi vega.

Bókin er afar hagnýt ţeim sem fást viđ ritsmíđar og unna góđum sögum og kvikmyndum. Hún afhjúpar hiđ dulda mynstur sem býr í gođsögunum, mynstur sem varpar ljósi á líkamsbyggingu mannssálarinnar.

Bókin sýnir rithöfundum og kvikmyndagerđarmönnum hvernig söguţráđur er byggđur upp og viđ hvađa ađstćđur persónur bera grímur stofngerđanna, til dćmis fórnarlambsins eđa elskhugans. Tekinn er fjöldi dćma úr kvikmyndum, međal annars norrćnum.

Frá ţví fyrsta útgáfan kom út 1997, hef ég öđru hvoru frétt af fólki sem tekiđ hefur ástfóstri viđ bókina og jafnvel haft hana langtímum saman í pússi sínu eins og farsíma eđa húslykla. Ţađ er ánćgjulegt. Ég vona svo sannarlega ađ ţessi nýja útgáfa falli í kramiđ hjá lesendum, ekki síst yngri kynslóđum, og ađ hún verđi til ţess ađ auka lífsskilning og víkka sjóndeildarhring ţeirra eins og hún gerđi hjá mér ţegar ég var yngri og vitlausari.

Ţroskahringur 


Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Hér er allt látið ósagt, kyrrt látið liggja og ekkert gefið í skyn.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband