6.10.2021 | 23:49
Hvað gerðist í Wuhan?
Kínverski kommúnistaflokkurinn má eiga það að hann kann að drepa málum á dreif. Honum tókst fádæma vel að hylma yfir um uppruna kórónuveirunnar sem kennd er við hann langt fram eftir 2020 og jafnvel inn í nýárið. Þeir sem voguðu sér að varpa fram þeirri tilgátu að veiran hefði mögulega sloppið út af veirutilraunastöð í Wuhan voru kallaðir örgustu samsæriskenningasmiðir (það er mikið hnjóðsyrði nú um stundir). Í þessari skítaherferð naut einræðisklíkan dyggrar aðstoðar Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar og nokkurra vísindamanna sem höfðu ríkra hagsmuna að gæta (þeir höfðu tekið þátt í og veitt fjármagni til ýmissa rannsókna á kórónuveirum í tilraunastöðinni). En eins og Winston Churchill sagði svo eftirminnilega þá hefur sannleikurinn tilhneigingu til að koma í ljós þrátt fyrir afbökun, lygar og yfirhylmingu. Það er að gerast núna. Sannleikurinn er að koma í ljós. Þessi klukkustundarlanga heimildarmynd var gerð af áströlsku sjónvarpskonunni Sharri Markson á Sky-sjónvarpsstöðinni þar í landi. Sky-menn eiga heiður skilinn fyrir fréttaflutning sinn af veirumálum.
Flokkur: Heilbrigðismál | Breytt 2.12.2021 kl. 22:51 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.