Leita í fréttum mbl.is

Hvað gerðist í Wuhan?

Kínverski kommúnistaflokkurinn má eiga það að hann kann að drepa málum á dreif. Honum tókst fádæma vel að hylma yfir um uppruna kórónuveirunnar sem kennd er við hann langt fram eftir 2020 og jafnvel inn í nýárið. Þeir sem voguðu sér að varpa fram þeirri tilgátu að veiran hefði mögulega sloppið út af veirutilraunastöð í Wuhan voru kallaðir örgustu samsæriskenningasmiðir (það er mikið hnjóðsyrði nú um stundir). Í þessari skítaherferð naut einræðisklíkan dyggrar aðstoðar Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar og nokkurra vísindamanna sem höfðu ríkra hagsmuna að gæta (þeir höfðu tekið þátt í og veitt fjármagni til ýmissa rannsókna á kórónuveirum í tilraunastöðinni). En eins og Winston Churchill sagði svo eftirminnilega þá hefur sannleikurinn tilhneigingu til að koma í ljós þrátt fyrir afbökun, lygar og yfirhylmingu. Það er að gerast núna. Sannleikurinn er að koma í ljós. Þessi klukkustundarlanga heimildarmynd var gerð af áströlsku sjónvarpskonunni Sharri Markson á Sky-sjónvarpsstöðinni þar í landi. Sky-menn eiga heiður skilinn fyrir fréttaflutning sinn af veirumálum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband