Leita í fréttum mbl.is

Reynir á Stað er kominn í stjórnmálin

Snjáldra vegur að málfrelsi, hún vegur að skoðanafrelsi, hún hindrar opin og frjáls skoðanaskipti, hún vegur að sannleiksleitinni. Það sýnir þetta stutta myndband frá John Stossel. Það voru greinilega mistök hjá Snjáldru að ráða Reyni frá Stað til að skera úr um hvað er rétt og hvað er rangt, hvað er satt og hvað er logið. Um leið og hann var kominn með völd byrjaði hann að misnota þau í pólitískum tilgangi. Óhjákvæmilega vaknar sú spurning hvort það voru RAUNVERULEGA mistök hjá stjórnendum fyrirtækisins að ráða þessa utanaðkomandi aðila til að ritskoða efni á síðunni. Hugsanlega eru þeir í sömu ókræsilegu kjötsúpunni og flestir fjölmiðlar þar vestra. Stossel gerir rétt með því að leggja fram kæru. Ef ekki með góðu, þá með hörðu. Nú er að sjá hvort dómsvaldið hafi burði til að skikka þessa vandræðagemlinga til hlýðni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband