Færsluflokkur: Lífstíll
10.2.2007 | 17:12
Egozentric designs - Feels Good®
Egozentric hönnunarstofan, París, Mílanó, London, Róm, er upptekin þessa dagana. Aðalhönnuður hennar hefur nýlega verið að vinna í fleiri textum á boli í því skyni að auka hróður Egozentric Designs. Óhætt er að segja að vel gangi. Vegna höfundarréttarlaga og smáa letursins, er ekki hægt að birta alla textana strax, en þó ætti að vera í lagi að birta eitt sýnishorn.
Egozentric er harmi slegið yfir getuleysi Moggabloggs. Sagt er í leiðbeiningum að með því að smella á tengil til hægri í stjórnborðinu sé hægt að setja mynd með textanum. Þessi möguleiki er ekki sjáanlegur. Blogg er einskis virði ef ekki er hægt að setja myndir með því.
Lesendum til hugarhægðar tókst aðalhönnuði Egozentric Designs - Feels Good® að setja frumteikningu af bolnum í Mynda-albúm sem er til vinstri á síðunni.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.