Leita í fréttum mbl.is

Helvíti lagt niður

Ég myndi vera í stökustu vandræðum ef Helvíti væri lagt niður eins og gæti orðið í Danmörku. Mér er nefnilega tamt að segja helvítis- um alla mögulega hluti (helvítis vesen, helvítis asni osfrv). Ætli ég yrði ekki að segja fjandans- í staðinn. Ég tala nú ekki um ef farið verður með hið niðurlagða Helvíti til fjandans þar sem það jú sannarlega á heima.

 Helvíti lagt niður

Spurningin er sú hvort það Helvíti sem Danir viðurkenna, sé sama Helvíti og við viðurkennum sem hið eina sanna Helvíti. Þegar það verður búið að leggja bölvað Helvítið niður verða eftirfarandi orðaskipti án efa algeng: „Farðu til Helvítis!“ „Ég get það ekki þótt ég feginn vildi, það er búið að leggja það niður.“

Mér finnst að það ætti að taka eina kirknanna sem til stendur að leggja niður í Kaupmannahöfn og breyta í trúarsafn þar sem allt sem tengist helvíti er haft til sýnis. Mikilvægt er að varðveita menningu okkar og sögu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Farðu til Danaveldis! asninn þinn!

Beturvitringur, 25.3.2008 kl. 17:29

2 identicon

folk fer ekki i kirkju herna meira. spair ekki mikid i heilaga ritningu. helviti magnad samt ad pæla i tvi ad tegar thjod er ad leggja nidur truna, eda ahuga a idkun, eru ofgahopar ad færast i aukana. magnad dæmi um olika heima og spurninguna um hvort their eigi samleid?

Vilberg Olafsson (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 23:42

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Næst verður Himnaríki lagt niður, enda afskaplega leiðinlegur staður væntanlega.  Sjá síðustu færslu mína máli mínu til stuðnings

Margrét St Hafsteinsdóttir, 27.3.2008 kl. 01:15

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Já það þarf að vera á varðbergi gagnvart islamistunum og ekki gefa tommu eftir. Það verður að vera alveg klárt gagnvart innflytjendum að þeir verða að laga sig að siðum landsins, fara að lögum og reglum, án undantekninga.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 28.3.2008 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 114028

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband