Leita í fréttum mbl.is

Ef ef ef... Susie Rut

Greinin í Morgunblaðinu á þriðjudaginn um stúlkuna sem dó er sorgleg lesning. Faðir hennar leggur til í eftirmála að meira fé verði varið til baráttunnar gegn fíkniefnum. En er það lausnin? Það virðist engu máli skipta hversu miklu fé er varið til þeirrar baráttu, árangurinn lætur á sér standa.

Margir hafa lýst þeirri skoðun sinni að lögleiða eigi eiturlyf, það sé eina raunhæfa rótarstungan. Ég er sammála því. Greinin um bráðgeru stúlkuna er afar sterk röksemd fyrir því að lögleiða eigi fíknilyf. 

Ef samfélagið horfist í augu við það að fíkn er hluti af mannlegu eðli, sem hvorki er hægt að banna með lögum né sigrast á með auknu fjármagni, og setur þau inn í regluverk annarra lyfja á markaði, myndi fótunum verða kippt undan eiturlyfjaheiminum á einni nóttu. Skattur af slíkum lyfjum væri góður tekjugrunnur forvarnarstarfs.

Ef það hefði verið veruleikinn í dag, væri Susie að öllum líkindum á lífi. Þá væri enginn „sjúklingur“ (sölumaður) í næsta herbergi með heimatilbúinn kokteil lyfja (e.t.v. drýgður með skordýraeitri) til sölu. „Sama og þegið, ég kaupi minn skammt í apótekinu, þar sem innihaldið er rakið á umbúðunum og samþykkt af lyfjaeftirliti ríkisins“ gæti hún hafa sagt.

Ég veit að margir umhverfast við að heyra á það minnst að lögleiða eigi eiturlyf. En er ekki kominn tími til að horfast í augu við staðreyndirnar? Er ekki rót vandans undirheimahagkerfið þar sem milljarðar á milljarða ofan velta um milli óheiðarlegra manna og jafnvel ríkisstjórna (Talibanar seldu dóp sem og Norður Kórea)? Það er sífellt verið að tala um að það verði að ná stórlöxunum, hætta að refsa burðardýrunum. Ef hin mikla hagnaðarvon sem er af sölu eiturlyjfa í dag hverfur, er enginn vafi á að þeir sem nú sjá tækifæri í slíkum viðskiptum og eru umsvifamiklir, gæfu þau upp á bátinn.

Hvorki lög né fé stöðva strauminn

Þetta er fyrirsögn úr Fréttablaðinu í dag. Óhætt er að fullyrða að þótt góðhjartaðir og velviljaðir stofni sjóð til að berjast gegn eiturlyfjum mun það ekki koma í veg fyrir framleiðslu, dreifingu og sölu. Hagnaðarvonin er of mikil. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins óþægilegt og það er þá held ég að maður verði að taka undir þetta. Ég er reyndar með heimilidarmynd heima sem ber heitið "If drugs were legal" spurning um að við horfum á hana? Kannski herðist maður í þessari skoðun, kannski ekki?

Ef dóp væri löglegt þá væri það líka minna töff. Bara selt á hvítum plastbrúsum. Mjög ósmart. Ef allar tekjur af dópsölunni færu í meðferðir og heilbrigðismál þá væri þetta ágætur balans. EN hinsvegar mætti ekki nota tekjurnar til að pimpa ráðherrabílana. Nei.

maggabest (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 08:56

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er alltaf sorglegt þegar ungt fólk í blóma lífsins deyr og er sama hvernig það dauðsfall ber að hendi.  Ég held að það sé engin lausn á þeim vanda að lögleiða eiturlyf frekar en bílslys eða sjóslys.  Hert tollgæsla skilar bara hærra verði til neytenda (sbr. framboð og eftirspurn) enda er tollgæsla "bara" einn hlekkurinn af langri keðju.  Það þarf að komast að "rótum" vandans og vinna þar.

Jóhann Elíasson, 28.6.2007 kl. 10:34

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eltingaleikur við neytendur "vægari efna og innflytjenda þeirra skilar engu. Ef einhver er tekinn úr umferð þá fagnar einhver annar sem kemst þá inná markaðinn. Peningunum sem fara í eftirlit og dóma í kjölfarið, þar sem óharðnaðir unglingar eru dæmdir til langrar refsivistar (meiri harmleikur og alvarlegri vandamál í jölfarið), væri betur varið í öflugt forvarna og meðferðarúrræði. Hins vegar held ég að þetta eigi ekki við um harðari efnin, það verður að vera hart eftirlit með þeim. Það þarf ekki að lögleiða vægari efnin heldur einungis að beina athyglinni að þeim harðari. Þegar allt er sett undir sama hatt þá verður tengingin í undirheimunum greiðari á milli þessari efna, þ.e. að sama fólkið er að "díla" með öll efnin.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.6.2007 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 114027

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband