Leita í fréttum mbl.is

Hugmynd fyrir Michael Moore

Í nýjustu mynd sinni, Sicko, sem frumsýnd er í dag, beinir Michael Moore fránum augum sínum að heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, hversu vont það er og dýrt. Mér skilst að gerð myndarinnar hafi verið ákveðin vakning fyrir Moore, sem léttist um 25 pund við gerð hennar. Hvort Moore sé að fjalla um þann hluta heilbrigðiskerfisins sem snýr að offituvandanum eða öðru verður að koma í ljós. Ef ekki legg ég til að hann geri aðra mynd um það mál og kalli hana Fatso. Hann gæti byrjað á að fara í heimsókn til fjölskyldunnar sem fjallað er um í þýsku fréttinni sem fylgir þessari færslu.


Fattest Child In The World - The best video clips are here

Snorri Bergs sá skemmtilegi strákur er búinn að setja af stað nýja tískubylgju (enda „trendsetter“) sem felst í að kolvetnajafna sig. Ef þú borðar eina brauðsneið þá geturðu kolvetnajafnað þig með því að ganga 500 metra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er einmitt að lesa bók Michael More, "heimskir hvítir karlar". Hún er skemmtileg aflestrar en afskaplega vitlaus samt. Mikið af fullyrðingum í henni eru beinlínis rangar, sumt er rangtúlkað og slitið úr samhengi, sem er synd því þjóðfélagsgagnrýni af þessu tagi er góð en hún þarf að vera trúverðug, alla leið. Þegar maður rekst svo á fullyrðingar sem maður getur ekkert dæmt um, þá er þegar búið að sá efasemdarfræi um trúverðugleikan og þá missir gagnrýnin marks, a.m.k. í mínum huga.

 En svo eru sumir sem taka öllu sem þessi maður segir og gerir, sem heilögum sannleika, og nota svo fagnaðarerindi hans sem innlegg í rökræður. Þá fer nú gamanið að kárna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.6.2007 kl. 01:47

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Greyið stúlkan. Hvað er eiginlega að móðurinni að fara svona með barnið sitt? Að gefa henni pizzu og franskar þegar ástandið er svona? Þetta er sjálfsagt eins nálægt manndrápi af gáleysi og hægt er að komast, enda líklegt að stúlkan lifi ekki lengi verði farið svona með hana áfram.

Hrannar Baldursson, 30.6.2007 kl. 02:47

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það er búið að taka þessa stúlku í meðferð á sjúkrahúsi, ég sá það í annarri frétt. 

Leiðrétting: Michael Moore er búinn að missa 30 pund, hann sagði það í þættinum hans Larry King sem ég var að horfa á áðan.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 30.6.2007 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 114003

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband