Leita í fréttum mbl.is

Lóan er farin til Feneyja

Hanna Gunna gamla bekkjarsystir mín stendur nú í stórræðum. Hún er að flytja verk eftir Steingrím Eyfjörð, sem heitir Lóan er komin, til Feneyja á tvíæringinn sem kenndur er við eyjarnar. Það sem vakti athygli mína og talsverða kátínu er ég las umfjöllunina í Mogganum á föstudag, var lýsing á tilurð og inntaki verksins:

„Þungamiðja verksins er gerðið. Gerðið sjálft er smíðað eftir leiðbeiningum huldumanns sem Steingrímur komst í samband við í gegnum miðil en verkið lýsir ferð listamannsins til heimkynna huldumanns á Suðurlandi til að kaupa af honum kind.“ (Mbl. 4. maí bls. 22)

Hvernig ætli listamanninum hafi gengið að finna huldumanninn með fölu kindina? Það kemur því miður ekki fram í greininni. Á myndinni við hliðina á myndinni af Hönnu er gerðið tómt, þannig að ég dreg þá ályktun að ferðin hafi verið fýluferð. Leiðinlegt. Ég hefði viljað sjá þá kind sem keypt var í gegnum miðil af huldumanni á Suðurlandi. Þá hefði verið hægt að kalla miðilinn kindamiðil eða kindamiðlara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kallaðu mig Komment

Mér brá. Ég hélt að Lóan væri hætt við að koma hingað og hefði ákveðið að halda sig suður frá. Annars vil ég benda á smáauglýsingu Baggalúts (eftir minni): "Lóan er komin. Ein stök á 1000 kr. og þrjár í knippi á 2500 kr."

Kallaðu mig Komment, 5.5.2007 kl. 17:02

2 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Jújú, hann fékk kindina og verður hún flutt til Feneyja. En það þarf víst miðla til að greina hana. 

erlahlyns.blogspot.com, 6.5.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 114139

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband