Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Bolir á útsölu

Ég var beðinn fyrir hönd ákveðinnar hönnunarstofu hér í bæ að falbjóða tvo boli á niðursettu verði. Mér finnast þessir bolir frekar ljótir (litlausir, minna á gráan hversdagsleika kommúnistaríkjanna sálugu) og hvet engan til að kaupa þá, en ég kann ekki við að vera dónalegur við vin minn sem bað mig að gera sér þennan greiða.

 Icesave heimsendir 1

Icesave heimsendir 2

Þennan texta bað hann mig að láta fylgja með:

Afsláttarverðið er ekkert minna en æðislegt, þú sparar 378% frá listaverði og þarft aðeins að reiða fram 29,990 krónur fyrir stykkið, staðgreitt. Inn í þessu einstaka afsláttarverði er 30% virðisaukaskattur, en hann er hafður svona hóflegur vegna hinnar GLÆSILEGU niðurstöðu íslensku samninganefndarinnar í Icesave málinu. Sérstakur afsláttur er veittur ef báðir bolirnir eru keyptir, eða 456% af listaverði. Samtals kosta bolirnir tveir, pakkaðir í plast, aðeins 75,990 krónur.

Bolirnir fást í öllum stærðum, hvítir með svötru letri. 0,001 prósent af sendingarkostnaðinum rennur óskipt til Stjórnmálamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna.


Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 114027

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband