Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Fljótandi?

Það þarf að upplýsa greiningardeild Deutche Bank að krónan er ekki fljótandi frekar en Bismark. Eða til hvers halda menn eiginlega að gjaldeyrishöftin hafi verið sett?


mbl.is Ísland betur statt en Írland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja vana kynferðisafbrotamenn

Vilja vana kynferðisbrotamenn

Takk Ágústa fyrir að vekja athygli mína á þessari snilld.


Viskíflaska að veði

Hver vill veðja við mig um að þessi bankasýsla verði ekki lögð niður eftir fimm ár? Ég segi að hún verði það ekki og að ástæðurnar sem gefnar verði fyrir því þær að það séu ekki réttu aðstæðurnar í þjóðfélaginu núna.
mbl.is Þorsteinn stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalir veiddir – aldrei fleiri ferðamenn

Sú röksemd að ferðamenn komi ekki til Íslands vegna hvalveiða er nú blessunarlega endurfædd í Kristi. Ágúst var metmánuður í ferðaþjónustu. Ferðamönnum er ekki sama um hvalveiðar. Eins og þeim er ekki sama um kjúklingaframleiðslu eða þorskveiðar, eða bara matvælaframleiðslu yfirleitt. Moby Dick on a stick gjörið svo vel.

Sú röksemd að álver og virkjanir fæli ferðamenn frá landinu er líka endurfædd í Kristi, frelsara vorum og leiðtoga.

Þetta er mikill léttir fyrir okkur umhverfisverndarsinnana. Nú getum við einbeitt okkur að öðrum málum. Eins og til dæmis endurheimt undirlendis Fossvogs, verndun Kópavogsháls, hlíða Esju fyrir átroðningi manna og hálendisins fyrir átroðningi göngufólks. Hugsið ykkur allan mosann sem treðst undir gönguskóna og er hundruð ára að jafna sig.

Ég græt af meðaumkvun.

Orð dagsins: Úkúlele


Samviskulausir skíthælar

Þetta staðfestir að ráðamenn í Bretlandi eru lítið annað en samviskulausir skíthælar. Þetta eru litlir menn, og minnka með hverri óhæfunni sem þeir fremja. Með réttu ættu bandarísk stjórnvöld að setja Breta á lista yfir hryðjuverkasamtök og þeirra hyski. Það var jú mest bandarískt fólk sem fórst í hryðjuverkinu.

Ef ég væri í ríkisstjórn Íslands myndi ég senda út fordæmingu á gjörðum breskra yfirvalda, setja þá á lista yfir hryðjuverkasamtök og hvetja aðrar þjóðir til að gera það sama. Lítil von er þó til þess að litlu mennirnir í ríkisstjórn Íslands geri það, því þeir eru meðlimir í Verkamannaflokknum breska og greiða meira að segja félagsgjöldin.

Mestu furðu sætir hve lengi þessir menn hanga á völdunum í Bretlandi, þeir eru búnir að vera og það fyrir löngu.


mbl.is Viðskiptahagsmunir höfðu áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krafa um að ábyrgjast innistæður

Af hverju eru Bretar og Hollendingar svona ákafir um að íslenska ríkið ábyrgist innistæður í íslenskum banka í útlöndum? Getur verið að þeir séu að fara fram á að allir sitji við sama borð? Íslenska ríkið gekk í ábyrgðir fyrir innistæðueigendur íslenskra banka á Íslandi, en ekki í útlöndum. Það er raunverulega mjög ósanngjarnt.

Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég hugleiddi Icesave-málið. Kröfur útlendinganna eru í því ljósi sanngjarnar. Ríkið hjálpar fjármagnseigendum á Íslandi, en ekki í útlöndum. Við eigum að heita þátttakendur í evrópsku samstarfi þar sem allir sitja við sama borð.


Mann hann geymir

Hafi einhver velkst í vafa um hvaða mann hann geymir, ætti það að vera ljóst núna. Þegar menn eru óheiðarlegir, kemur það ósjaldan í bakið á þeim. Það er að gerast núna.
mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fróðlegt verður

Fróðlegt verður að heyra hvaða skýringu forseti Íslands gefur fyrir staðfestingu laganna um Icesave ábyrgðina.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 114028

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband