Leita í fréttum mbl.is

Hvalir veiddir – aldrei fleiri ferðamenn

Sú röksemd að ferðamenn komi ekki til Íslands vegna hvalveiða er nú blessunarlega endurfædd í Kristi. Ágúst var metmánuður í ferðaþjónustu. Ferðamönnum er ekki sama um hvalveiðar. Eins og þeim er ekki sama um kjúklingaframleiðslu eða þorskveiðar, eða bara matvælaframleiðslu yfirleitt. Moby Dick on a stick gjörið svo vel.

Sú röksemd að álver og virkjanir fæli ferðamenn frá landinu er líka endurfædd í Kristi, frelsara vorum og leiðtoga.

Þetta er mikill léttir fyrir okkur umhverfisverndarsinnana. Nú getum við einbeitt okkur að öðrum málum. Eins og til dæmis endurheimt undirlendis Fossvogs, verndun Kópavogsháls, hlíða Esju fyrir átroðningi manna og hálendisins fyrir átroðningi göngufólks. Hugsið ykkur allan mosann sem treðst undir gönguskóna og er hundruð ára að jafna sig.

Ég græt af meðaumkvun.

Orð dagsins: Úkúlele


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Eins og talað úr mínum rassi.

Ég er talsvert að spila á Döbblíner, hvar umtalsvert magn af túristum kíkja við að svala þorstanum. Síðan í vor á ég enn eftir að finna eintak sem er ekki skítsama um hvalveiðar. Nokkrir hafa m.a.s. kvartað sáran yfir hversu illa gengur að finna veitingahús hvar hægt er að snæða hval. Það er hvalafullt að heyra.

Úkúlele - á þau til í búðinni frá 8,590. Mæli samt frekar með dýrari týpunum - þær eru betri og skila meiri pening í kassann. :)

Ingvar Valgeirsson, 10.9.2009 kl. 09:52

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Spurning hvort rassar okkar geti raddað fagran söng...

En röksemdir þeirra eru stundum ótrúlegar, eins og þegar þeir viðurkenndu að ferðamönnum hefði jú fjölgað sem aldrei fyrr, en þeim hefði bara fjölgað meira, ef ekki væri fyrir hvalveiðarnar.

Semsagt, úr fullyrðingu um að ferðamannaþjónustan í heild sinni myndi þola alvarlega fækkun ferðamanna, yfir í það að það "hefði fjölgað meira".

Manni fallast hendur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.9.2009 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband