Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
8.5.2009 | 11:04
Loftleiðamynd fær góðar viðtökur
Maður veit aldrei hvernig hlutunum er tekið, þannig að það var óvænt ánægja að heyra að áhorfendur voru ánægðir með myndina, en hún var sýnd á sérstakri forsýningu fyrir þá sem að henni stóðu, fjölmiðla- og aðra merkismenn á miðvikudag.
Ég tók þá ákvörðun að segja þessa sögu alla, sama hversu óþægilegt það kynni að verða. Skoðanir mínar á sameiningu flugfélaganna tveggja, Loftleiða og Flugfélags Íslands 1973 urðu til við gagnaöflun og rannsóknir. Morgunblaðið gerði þetta raunverulega kleift, sparaði gríðarlega vinnu og gaf góða yfirsýn, en gömul blöð má skoða og fletta og leita í eftir leitarorðum. Ég hvet alla áhugamenn um þessi mál að fletta gömlum Moggum. Ef til dæmis er leitað eftir orðinu Birgir Kjaran, kemur í ljós að hann var í nefndinni sem skipti flugleiðunum milli flugfélaganna 1952 þar sem hlutur Loftleiða var svo rýr, að þeir hættu innanlandsflugi, og Birgir þessi Kjaran var síðar stjórnarformaður Flugfélags Íslands og Formaður bankaráðs seðlabankans og það sem etv. er mikilvægast: Hann var umsjónarmaður ríkisábyrgðasjóðs. Eins og kunnugt er fékk Flugfélag Íslands ávallt ríkisábyrgðir fyrir sínum lántökum sem gaf þeim betri vaxtakjör og öryggisnet ef ekki væri til aur fyrir afborgunum lána. Til dæmis af Þotunni sem þeir keyptu 1967.
Tillaga að nýjum málshætti: Gott er að vera beggja vegna borðs.
Jæja, ég ætla nú ekki að rekja þá sögu frekar heldur þakka Morgunblaðinu kærlega fyrir þetta framtak að gera mér kleift að skoða það á netinu.
Strax eftir að þotan var vígð með pompi og prakt þurfti ríkið að greiða af henni. Morgunblaðið 21. október 1969.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 114634
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Enn skelfur við Grjótárvatn
- Stærstu flokkarnir fengið meira en sex milljarða
- Þessi samningur er svo ævintýralega vitlaus
- Sakar bæjaryfirvöld um valdníðslu í lóðarmáli
- Prestar á dauðalista djöfulsins
- Fylgjast vel með dökku útliti mála
- Hlýindi um allt land
- Tvær handteknar vegna rannsókna á heimilisofbeldi
Erlent
- Fyrsta friðsama nóttin í tæpa viku
- Mál Íslendinganna ekki á borði borgaraþjónustunnar
- Þrír Íslendingar handteknir á Spáni
- Fresta tollunum um 90 daga
- Ríkið verður hluthafi í félaginu
- Leggja niður vopn og leysa PKK upp
- Leiðir ekki til vopnahlés eða lausnar fanga
- Öldur virðist lægja í tollastríðinu á Kyrrahafi
Ljóð
Ferðasaga
Einn dag fyrir átta árum
með eimskipi tók ég far.
Nú man ég því miður ekki
hver meining ferðalagsins var.
En einhverra orsaka vegna
að endingu landi var náð.
Og það var með ánægju þegið,
því þetta var skipsstjórans ráð.
Og svo hef ég verið hér síðan
og sofið og vakað og dreymt.
En eins og ég sagði áðan,
er erindið löngu gleymt.