Leita í fréttum mbl.is

Loftleiðamynd fær góðar viðtökur

Maður veit aldrei hvernig hlutunum er tekið, þannig að það var óvænt ánægja að heyra að áhorfendur voru ánægðir með myndina, en hún var sýnd á sérstakri forsýningu fyrir þá sem að henni stóðu, fjölmiðla- og aðra merkismenn á miðvikudag.

Ég tók þá ákvörðun að segja þessa sögu alla, sama hversu óþægilegt það kynni að verða. Skoðanir mínar á sameiningu flugfélaganna tveggja, Loftleiða og Flugfélags Íslands 1973 urðu til við gagnaöflun og rannsóknir. Morgunblaðið gerði þetta raunverulega kleift, sparaði gríðarlega vinnu og gaf góða yfirsýn, en gömul blöð má skoða og fletta og leita í eftir leitarorðum. Ég hvet alla áhugamenn um þessi mál að fletta gömlum Moggum. Ef til dæmis er leitað eftir orðinu Birgir Kjaran, kemur í ljós að hann var í nefndinni sem skipti flugleiðunum milli flugfélaganna 1952 þar sem hlutur Loftleiða var svo rýr, að þeir hættu innanlandsflugi, og Birgir þessi Kjaran var síðar stjórnarformaður Flugfélags Íslands og Formaður bankaráðs seðlabankans og það sem etv. er mikilvægast: Hann var umsjónarmaður ríkisábyrgðasjóðs. Eins og kunnugt er fékk Flugfélag Íslands ávallt ríkisábyrgðir fyrir sínum lántökum sem gaf þeim betri vaxtakjör og öryggisnet ef ekki væri til aur fyrir afborgunum lána. Til dæmis af Þotunni sem þeir keyptu 1967.

Tillaga að nýjum málshætti: Gott er að vera beggja vegna borðs.

Jæja, ég ætla nú ekki að rekja þá sögu frekar heldur þakka Morgunblaðinu kærlega fyrir þetta framtak að gera mér kleift að skoða það á netinu.

Ríkisábyrgðasjóður borgar brúsann

Strax eftir að þotan var vígð með pompi og prakt þurfti ríkið að greiða af henni. Morgunblaðið 21. október 1969.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var viðstaddur frumsýninguna um Alfreð og Loftleiði. Myndin er öll hin vandaðasta.  Það er ekki víst að margir viti hvaða grettistaki Alfreð velti hér á Íslandi og víðar í flugmálum.  Myndin er ekki hlutdræg hún segir óhikað SANNLEIKANN.  Ótrúlegt hvernig að óvandaðir ráðamenn með Eimskip og Flugfélag Íslands í pilsfaldinum tókst að "rústa" Loftleiðum og því góða starfi sem þar hafði verið byggt upp.

Skömm sé þeim mönnum sem notfærðu sér veikindi Alfreð og ráku hann út úr sínu eigin fyrirtæki ( í bókstaflegri merkingu ) til þess eins að komast yfir eignir og viðskiptavild Loftreiða.

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 11:37

2 identicon

Sæll Orri, ég og hjúkronakonan (mamma) þökkum kærlega fyrir okkur og óskum þér og þeim sem komu myndini á koppinn til hamingju með það.  Þó mamma sé af þeirri kynslóð sem man eftir þessum atburðum þó óraði henni hvað þá mér ekki fyrir því að Loftleiðir hafi verið þetta stórveldi sem þeir voru, þetta á eftir að koma mörgum á óvart þegar myndin verður sýnd í sjónvarpimu, við vonum að myndin gangi vel í bíó og MAMMA var sérstaklega ánægð að heyra AC/DC lagið í myndini.

Kv. Tryggvi og Hjúkkan.

Tryggvi Daníel (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 114025

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband