Leita í fréttum mbl.is

Keisarans hallir skína

Veit Steingrímur ekki að það er hægt að taka upp síma og hringja einfaldlega í vinina í Noregi og fá svarið strax? Nei, þetta er allt á huldu, þoku, mistri, vafa, óvissu, biðstöðu, misskilningur, rangtúlkun, óskhyggja. Eins og ég hafði mikla trú á þeim til að byrja með. Hélt án gríns að þarna væru komin Súperwoman og Súperman til að bjarga okkur úr kreppunni. Svo kemur á daginn að þau geta þetta ekki. Of mikið Kryptonite ef til vill? Stýrivextirnir lækka ekkert (ólíkt öðrum þjóðum), skattarnir eru hækkaðir (ólíkt öðrum þjóðum) og skorið er niður en hvergi meira en hjá Kvikmyndamiðstöð. En Kvikmyndamiðstöð er hugsanlega leiðin fyrir þjóðina til að skilja hvað fór úrskeiðis! Heimildarmyndir sem varpa ljósi á málið gerðar með styrk frá ríkinu. Ljósi varpað á Icesave samingnasnilldina með styrk frá ríkinu.

Ég vil ekki vera neikvæður asni sem gagnrýnir Steingrím fyrir svik við kjósendur sína og Jóhönnu fyrir að sitja aðgerðarlaus heima í örvæntingu yfir lélegri enskukunnáttu.

Hér er tillaga að lausn:

1. Hringja til Kína og biðja þá um lán. Þeir eiga engra hagsmuna að gæta hjá IMF eða Evrópusambandinu.

2. Hringja til Japan og biðja um lán.

3. Hringja til Ástralíu og biðja um lán.

Þótt ekki væru nema 2% vextir á þeim lánum, væri það betra en fjárfestar eru að fá fyrir sinn snúð nú um stundir. Leyfa þeim að taka veð í auðlindunum. Það ætti að liðka fyrir.


mbl.is Bólar ekkert á norsku láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

e setta sú???????????

XX (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 08:53

2 identicon

Var ekki Steingrímur í Noregi´síðasta haust, talaði þá á svipuðum nótum og framsóknarmenn núna, hefur líklega fengið svör sem ekki voru góð.

Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 09:27

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sammála liðum 1-2-3-

slíta stjórnmálasambandi við breta og fá Kína til þess að vera milligönguþjóð í samskiptum við þá. Brown poop linast við það að lenda í þeim Kínversku.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.10.2009 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 114027

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband