Leita í fréttum mbl.is

Sparnaðarráð: Leggja niður ríkiskirkjuna

Það er ekki úr vegi að leggja þetta sparnaðarráð til þegar fyrir dyrum er hátíð ljóss og vonandi friðar. Hátíð sem haldin er vegna þess að nú ætlar sólin okkar að hækka sig á lofti og svo kemur vorið og sumarið. Um árþúsundir hefur þessum tímamótum verið fagnað. Fyrir ekki svo löngu síðan var hátíðin yfirtekin á vesturlöndum og víðar af kristninni ef svo má segja og hækkandi sól persónugerð í manni sem kallaður er Jesú. (Manni sem fæddist víst í júní, ef eitthvað er að marka nýjustu útreikninga.)

Hækkandi sól sem mönnum hefur þótt viðeigandi og rétt að skála fyrir hefur í áranna rás orðið hluti af stofnun á framfæri ríkisins, skattgreiðenda, hvort sem þeim líkar betur eða verr.

Er ekki við hæfi nú að leyfa þeim sem vilja, halda upp á hækkandi sól og iðka sína trú á eigin kostnað? Hvað er fallegra og meira í anda kristninnar? Hugsið ykkur jólin hjá þeim sem af eigin sannfæringu hefja upp raust sína um frelsarann og fagnaðarerndið og boðskapinn, án þess að ríkið greiði þeim laun fyrir. Þá fyrst erum við að tala um trú.

Í frumkvæðinu og viljanum og sannfæringunni, þar er fegurðin. Þar vil ég vera. Gleðileg jól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Ríkið og kirkjan eiga bara ekki samleið.

Beturvitringur, 22.12.2008 kl. 02:19

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Mikið rétt. Jól eru víst andkristið orð, með réttu ætti að kalla jólin Kristsmessu, eins og gert er „í löndunum sem við viljum bera okkur við“, svo notaður sé hallærislegur frasi.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 22.12.2008 kl. 07:27

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála

Hólmdís Hjartardóttir, 22.12.2008 kl. 09:05

4 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Jól=Sól - hækkandi sól. Já ég er sammála því að ríki og kirkja eiga ekki samleið. Frakkar föttuðu þetta fyrir einum 120 árum en hér á landi eru postular sem eru svo innvinklaðir í þetta klíkusamfélag að þessu verður ekki breytt í bráð. Peningum verður áfram mokað í þetta bákn. Ekki hef ég enn heyrt af því að kirkjan hafi orðið fyrir skerðingu af völdum kreppunnar, a.m.k. ekki þannig að það komi eitthvað við hana. Öðru máli gegnir með stofnun eins og RÚV sem fer með mun gáfulegri rullu í nútímasamfélagi en kirkjan, en þá stofnun ætla samt sauðspilltir þingmenn að kæfa með öllum ráðum.

Guðmundur Bergkvist, 25.12.2008 kl. 16:00

5 Smámynd: Beturvitringur

SOS. Ég vildi gjarnan breyta þessum "hallærislega frasa" (sem hann svo sannarlega er) í:

"Í löndum sem vilja ekki bera sig saman við okkur"

Beturvitringur, 25.12.2008 kl. 18:20

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ef ríkið hættir að styrkja kirkjuna þætt mér eðlilegt að það skilaði aftur einhverju af löndunum sem það fékk 1908 - þó ekki væri nema bara erfða og gjafalöndin (sumar af hinum jörðunum eignaðist jú kirkjan með vafasömum hætti).

Þau lönd sem kirkjan erfði eða fékk að gjöf heita núna tl dæmis Breiðholt og Garðabær. Ríkið fékk þau lönd með því skilyrði að það greiddi laun presta og styrkti kirkjuna allnokkuð. Held að ríkið hafi komið ákaflega vel út úr þeim díl.

Nær væri að ríkið hætti að styrkja stjórnmálaflokkana um hundruðir milljóna á hverju kjörtímabili.

Guðmundur Bergkvist - jú, fjárframlög til kirkjunnar eru dregin verulega saman á næsta ári. Enda svosem allt í lagi, það er ekki úr miklu að moða þessa dagana.

Þetta eru samt ekki allt styrkir, ríkið sér líka einhverra hluta vegna um að innheima sóknargjöld fyrir alla söfnuði og kirkjudeildir landsins.

Ingvar Valgeirsson, 27.12.2008 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 114027

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband