Leita í fréttum mbl.is

Kónga- forskeytið

Egozentric™®© París, London, Róm, New York, útbjó fyrir nokkrum árum nýtt forskeyti fyrir ýmsar vörur sem hefur þann eiginleika að lyfta þeim á hærra plan. Það er forskeytið kónga-. Ekki þarf að orðlengja það en kónga- sló eftirminnilega í gegn.

Furðu sætir hve samkeppnisaðilarnir eru ófrumlegir í forskeytum. Eina forskeytið sem þeim dettur í hug að selja viðskiptavinum sínum er gull þetta og gull hitt. Sérstaklega frumlegir þykjast þeir vera þegar þeir leggja til silfur þetta og silfur hitt. Þeir eru algjörir snillingar þegar þeir leggja til platínum þetta og platínum hitt. Fátt er ófrumlegra og meira stolið frá útlöndum. En meðan viðskiptavinirnir borga fyrir afrit sem frumrit væru, er engin ástæða til að svitna. Gull- forskeytið hefur fyrir löngu tapað ímynd sinni. Þegar kunningja aðalhönnuðarins var boðið um daginn að fá gull-debetkort, afþakkaði hann pent. Gullkort á heima í veski gullbryddaðrar kerlingar sem býr í húsi með gullstyttum, gullrömmum og gullsófasettum. Ekki í veski fallega fólksins.

Kónga kjötfars og kónga eplaskrælari eru til dæmis miklu meira heillandi vörur en eplaskrælari og kjötfars. Nú er að hefjast auglýsingaherferð viðskiptavinar Egozentric™® á hinum ýmsu vörum. Viðskiptavinir Egozentric™®© fá heiðurinn af því að kaupa auglýsingarnar og ganga með þær framan á sér eins lengi og þeir vilja, en þó ekki minna en þrjú ár.

Kónga klósettpappír

Kónga klósettpappír. Nógu mjúkur og rakadrægur fyrir rassgatið á kónginum. Ætti að vera nógu mjúkur fyrir rassgatið á þér. Þriggja laga, óendurunninn pappír. Stærð 1-100. Verð 4000 kr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Veit ekki hvort þessi auglýsing er viðeigandi, svona á innsetningardegi forsetans. Vinkona hans, Laurie David, þessi sem hann skutlaðist til að heimsækja við laxveiðarnar þarna fyrir norðan um daginn, tók þátt í frægri rútuferð með söngkonunni Sheryl Crow í fyrra. Málefnið var göfugt; ekkert minna en að bjarga heiminum. Hvernig átti það að gerast? Jú, hættum að bruðla með gæði jarðar; notum aðeins eitt blað í hverri klósettferð.

Eflaust búa ráðsmenn laxveiðikofans nú að klósettpappírsbyrgðum vel fram á næstu öld.

Ragnhildur Kolka, 1.8.2008 kl. 22:49

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ég tek heilshugar undir með þér og segi við forsetann: Skeindu þér á einu blaði. Sparaðu gæði jarðar, vertu fyrirmynd.

Vandamálið er hinsvegar að hann er pólitíkus og hann mun segja: Þú gleymdir að taka fram hve stórt blaðið átti að vera.

Hefði aðalhönnuðurinn vitað að þetta var innsetningardagur forsetans, hefði hann að sjálfsögðu notað forskeytið forseta-, sem er ekki svo galið.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 2.8.2008 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 114059

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband