Leita í fréttum mbl.is

Motturnar á baðinu

Nú þegar kosningarnar eru afstaðnar getur maður aftur farið að einbeita sér að því sem mestu máli skiptir. Um daginn keyptum við mottur í IKEA, ljósbláar kringlóttar mottur. Þar sem þær eru svo ódýrar leyfðum við okkur að kaupa margar, ein sex stykki. Sex mottur á gráu steinflísagólfi baðherbergisins eru skemmtilegt mynstur og hlýlegt. Berir fætur að morgni fá mjúkt undirlag og blautir fætur á leið úr sturtu sulla ekki miklu út um gólfið þökk sé rakadrægum mottunum. Við og við þarf að þvo motturnar og er það lítið mál, þær má þvo á 40° í venjulegri þvottavél. Gamla mottan okkar, sem var hvít og ferhyrnd með rúnnuðum hornum og keypt í Costco í Kaliforníu, þoldi illa þvott. Gúmmíbotninn undir henni (sem hélt henni kyrri á gólfinu) losnaði smám saman af og þurfti ég að tína tægjurnar úr þvottavélinni eftir hvern þvott. Hún var þykk og þægileg ágöngu og kostaði sáralítið. Mestar áhyggjur hef ég af IKEA mottunum okkar að gúmmíbotninn á þeim losni af. Það hefur þó ekki gerst ennþá, þótt Heiðrún hafi þvegið eina um daginn á 60°. Ástæðan fyrir svo háum hita var sú að salernisferð Rökkva (kattarins okkar) misfórst og kom það fram á mottunni. Þegar allar motturnar voru í þvotti var gólfið á baðinu bert. Það var svo skrýtið að sjá bert gólfið. Mér þótti það fallegt líka. Minimalískt. Sem ég er. En þeir sem eru minimalískir verða að sætta sig við bergmál, sem ég geri yfirleitt ekki. Ég vil minimalisma án bergmálsins. Er það til? Svariði nú, póstmódernísku spekingar! Allavega fannst mér gólfið fallegt án mottanna og það var mórallinn í sögunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einfalt, þú klæðir veggina með gúmmíi 

Lilja Haralds (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 01:18

2 identicon

Magnað að lesa svona nákvæmar mottulýsingar. Þetta er skemmtilegt :)

magga hugrún (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 114065

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband