Leita í fréttum mbl.is

Naglinn á höfuðið

"Ekki rugla mig með staðreyndum, ég hef myndað mér skoðun."

Þessa bráðfyndnu setningu fann ég á ágætri bloggsíðu Arndísar hér á Moggansbloggi, en hún er víst ættuð af Barnalandinu. Ég tek undir þetta með orðum Hómers Simpson sem sagði: "It's funny because it's true." 

Þetta spakmæli á við um stjórnmálin sem og trúmálin. Skilin milli stjórnmálaflokka og trúarbragða eru næfurþunn og sums staðar illsjáanleg. Um trúna þarf ekki að fjölyrða; hún krefst þess að þú trúir og spyrjir engra spurninga. Ég ætla nú ekki að skrifa langa ritgerð um stjórnmálin, en segi þó að þótt það blasi við að skoðanir (t.d. VG) sem og gjörðir (t.d. Samf. í Borgarstjórn) sumra stjórnmálaflokka muni setja allt á annan endann í þjóðfélaginu komist þeir til valda, er samt talsverður hópur kjósenda tilbúinn að greiða þeim atkvæði sitt. Stórfurðulegt!

Það minnir mig á setningu sem ég las í morgun: "Fullorðið fólk sem á sér ímyndaða vini er ekki með öllum mjalla."

Þetta á við um trúmálin því hvað er Jesús annað en ímyndaður vinur? Hobbes er ímyndaður vinur Calvins, Jesús er ímyndaður vinur Karls Sigurbjörnssonar, svo dæmi sé tekið. Calvin hefur það sér til málsbóta að vera barn og teiknimyndafígúra. Karl Sigurbjörnsson á sér engar málsbætur. Hann er fullorðinn og þótt hann sé fígúra er hann ekki teiknaður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Jú, þetta er rétt, þó er ég frekar veikur fyrir biskupum, en þetta með pólitíkin, í raun er hrein tímasóun að ræða við fólk sem heldur að allt sé til skiptanna, eins og hver önnur brúnkaka, það ímyndar sér líka að bankarnir og ríkisfyrirtækin séi eins og Skjalda í sveitinni sem mjólkaði svo vel...

Benedikt Halldórsson, 11.5.2007 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 114064

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband