Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2015

Vöggugjöfin I – Mjöđur?

Íslenska ţjóđin er einstök fyrir ţađ hve marga snillinga hún á. Snillinga sem fengu ţá náđargáfu í vöggugjöf ađ vita miklu betur en ég hvađ mér sjálfum er fyrir bestu. Og ekki bara mér, heldur öllum! Raunar vćri nćr ađ tala um gáfur frekar en gáfu vegna ţess ađ vöggugjöfin samanstendur af nokkrum haganlega innpökkuđum bögglum sem innihalda m.a. ofurmannlegt innsći, botnlausa djúphygli, óendanlega framsýni, ómćldan góđvilja og einstaka fórnfýsi.

SnillingarFyrirsSumir snillinga okkar eru jafnvel svo fórnfúsir og góđviljađir ađ ţeir hafa kannađ til ţrautar skađsemi óhóflegrar áfengisneyslu á fjölskyldur sínar og sjálfa sig til ţess eins ađ geta haft vit fyrir mér ţegar kemur ađ verslunarfyrirkomulagi og öđru fyrirkomulagi á ţessari varasömu en ţó löglegu neysluvöru. Ţađ er varla hćgt ađ hugsa sér meira göfuglyndi.

Langflestir ţessara snillinga, sem eins mćtti kalla spámenn, fćddust ţó svo miklir snillingar ađ ţeir ţuftu enga glćfraför um vafasamar lendur til ađ vita allt best. Ţađ er gćfa íslensku ţjóđarinnar.

Ađ sama skapi er ţađ ógćfa íslensku ţjóđarinnar hve sjaldan er hlustađ á spámennina hennar. Oft og tíđum er skollaeyrum skellt viđ ábendingum ţeirra og viđvörunum ţegar í raun réttri ţeir ćttu ađ vera leiđtogar, bćđi veraldlegir og andlegir.

Bjórmáliđ svokallađa, ţegar bjórinn var aftur leyfđur á Íslandi eftir 75 ára bann er gott dćmi um hvílíka ógćfu ţađ getur kallađ yfir ţjóđ ţegar ekki er hlustađ spámennina. Ţađ mál, ţótt smátt sé og ómerkilegt og varla gaum gefandi, gefur ákveđnar vísbendingar um ţađ hvort betra er ađ treysta hverjum og einum sauđsvörtum almúgamanni fyrir sjálfum sér og sinni gćfu eđa snillingunum sem vitiđ og framsýnina hafa.

AfengisbanniđAIslandiTil ađ koma í veg fyrir ađ annađ eins óheillaskref verđi tekiđ eins og ţađ ţegar bjórinn var leyfđur á Íslandi (til dćmis ađ taka smásölu áfengis af könnu ríkisins) verđur ađ lyfta ţessum miklu vitringum á réttan stall og láta rödd ţeirra heyrast — og ţađ sem mikilvćgast er: ađ fariđ verđi ađ leiđsögn ţeirra. Gćfa okkar allra er í húfi, ekki síst ćskunnar.

Fyrsta skrefiđ er ađ skilja kjarnann frá hisminu; finna snillingana sem vita manna best, eins og áđur segir, hvađ öđrum er fyrir bestu (jafnvel ţótt ţeir viti ekkert hvađ ţeim sjálfum er fyrir bestu, en ţađ er eitt af undrum ţessarar náđargáfu sem ekki verđur fariđ nánar út í hér).

Leynist til dćmis slíkur vitringur í ţér, lesandi góđur?

Einfalt  eđa nei próf getur skoriđ úr um ţađ.

Snillingsprófiđ – fyrsta spurning

Í greinargerđ međ frumvarpi sem lagt var fram á Alţingi 1947 sagđi međal annars: „Á styrjaldarárunum brugguđu íslendingar áfengt öl fyrir hiđ erlenda herliđ, sem hér dvaldi. Ţótti ţađ góđ vara, og féll hinum ölvönu útlendingum vel í geđ. En sala á ţví var ekki leyfđ til Íslendinga sjálfra.“

Ertu sammála ţví ađ rétt hafi veriđ ađ leyfa hinum ölvönu útlendingum ađ drekka íslenskan bjór á Íslandi á međan hinum alölóvönu Íslendingum var ţađ ekki?

__ Já.

__Nei.

Ef svariđ er „já“ hefurđu stigiđ fyrsta skrefiđ ađ stađfestingu á ţví ađ ţú ert handhafi vöggjugjafarinnar. Ţú ert í góđum félagsskap fjölmargra snillinga. Til dćmis áfengisvarnarnefndar Kvenfélaganna á Siglufirđi sem ályktađi í blađinu Mjölni 12. nóvember 1947:

SiglfirskarKonurFsogn„Áfengisvarnanefnd kvenfélaganna í Siglufirđi hefur nú sent Alţingi áskorun ţess efnis, ađ fella bjórfrumvarp ţađ, sem ţeir Sigurđur BjarnasonSigurđur E. Hlíđar og Steingrímur Steinţórson hafa nýlega boriđ fram á Alţingi. Ennfremur hefur nefndin snúiđ sér til ţingmanns bćjarins, Áka Jakobssonar, og mćlst til ţess, ađ hann beiti sér á móti frumvarpi ţessu. Er áreiđanlegt, ađ Sósíalistaflokkurinn og ţingmenn hans munu beita sér af alefli gegn ţessu svívirđilega frumvarpi, sem án efa mundi leiđa yfir ţjóđina nýja drykkjuöld, ef ţađ yrđi samţykkt.“

Ef svariđ er „nei“ eru nokkrar líkur til ţess ađ ţú hafir ekki fćđst međ silfurskeiđina í munninum sem gjöfin góđa er. Ţú ert í miđur góđum félagsskap Sigurđanna tveggja og Steingríms sem sögđu m.a. í greinargerđ međ frumvarpinu: „Líklegt má telja, ađ Íslendingar geti fljótlega, eftir ađ ţeir hafa hafiđ ölgerđ, hafiđ útflutning á ţessari framleiđslu. Yrđi ţađ nýr liđur í útflutningsverzlun ţjóđarinnar og líklegur til ţess ađ skapa henni nokkrar gjaldeyristekjur, ef til vill verulegar, er tímar líđa.“ Óhćtt er ađ fullyrđa ađ skammsýni alţingismannanna var einstök.

AlthingismennBanner1947cŢađ er yndislegt til ţess ađ hugsa hve mikla umhyggju og ást ráđandi ađilar á Íslandi sýndu ţjóđ sinni međ ţví ađ forđa henni frá glapstigum öldrykkjunnar. Ţađ var sannarlega klókt bragđ; ţađ mćtti jafnvel kalla ţađ hluta af andspyrnuhreyfingunni ađ láta setuliđiđ eitt um ađ ţamba bjór. Ég sé vodkavana Íslendinginn ljóslifandi fyrir mér í ullarfrakka og međ barđahatt á Austurvelli á stríđsárunum ađ fá sér sopa af pelanum sínum og glotta háđslega til hermannsins sem kýs heldur hinn stórhćttulega bjór til ađ svala áfengisfíkn sinni. Hermađurinn var sannarlega á hrađari leiđ til glötunar en Íslendingurinn, ekki satt?

Hafirđu svarađ rangt ţessari fyrstu prófspurningu, örvćntu eigi. Ţú hefur enn tćkifćri til ađ bćta ráđ ţitt og sýna fram á ađ ţú ert ţrátt fyrir allt handhafi vöggugjafarinnar góđu međ réttum svörum viđ nćstu spurningum.


Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Hér er allt látið ósagt, kyrrt látið liggja og ekkert gefið í skyn.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 106888

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband