Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Penn & Teller

Undanfarin misseri hef ég dundað mér við að horfa á sjónvarpsþættina Bullshit, sem dúettinn Penn og Teller stýra. Þættirnir, eins og nafnið bendir til, fjalla um það sem við myndum á íslensku kalla Kjaftæði. Kjaftæði það sem veður uppi meðal okkar og hefur blindað mörgum sýn. Þættir Pen og Teller eru eins og ferskur andblær inn í annars forheimskandi pólitískt rétthugsandi heim.

Vissir þú að endurvinnsla er 99% kjaftæði? Það er enginn tilgangur annar en sjálfsblekking og sjálfsfróun að endurvinna annað en ál. Endurvinnsla á öðrum hlutum er meiri orkusóun og þar af leiðandi mengun en að henda því einfaldlega í ruslið og grafa ruslið svo á þar til gerðum svæðum. Ekki beinlínis vinsælt að halda þessu fram á tímum umhverfisverndargeðbilunar, en engu að síður satt.

Um það er einmitt einn þáttur Penn og Teller, Umhverfisverndargeðbilunina. Þar er gjörsamlega óborganlegt atriði þar sem þeir gera leikara út af örkinni með mikilvægan málstað: Að banna Dihydrogen Monoxide, það stórhættulega efni sem finnst víðar en þig grunar. Sjá myndina hér að neðan:

 


Kötturinn í sekknum

Væntanlega verður Jóhanna svipt dýrlingstigninni af páfa, fyrst þetta svindl komst upp. Óneitanlega læðist að manni grunur um að fleiri hafi svindlað sér, eða verið svindlað, inn í dýrlingatöluna. Nunnan sem læknaðist fyrir kraftaverk af Parkinsons-veikinni fyrir það eitt að hafa heitið á Jóhannes Pál heitin páfa - það ætti að fara betur í saumana á henni. Hvaða heilvita maður trúir því að vegna þess að nunnutetrið læknaðist af veikindum sínum eigi að gera Jóhannes að dýrlingi?

Hversu lengi eiga trúmál að vera stikk frí frá raunveruleikanum? Ef ég segðist hafa læknast af lifrarbólgu a, b, c og d vegna þess að ég hét á Elvis Presley, hvort yrði hlegið að mér eða Elvis gerður að dýrlingi?


mbl.is Líkamsleifar Jóhönnu af Örk reyndust egypsk múmía
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villi á afmæli í dag

Vilberg Friðrik Ólafsson er fertugur í dag og óska ég honum innilega til hamingju með afmælið. Hann verður að heiman í dag, það er að segja: Hann býr í Danmörku og verður því væntanlega ekki í föðurlandinu. Villa kynntist ég á Kópavogsbrautinni. Móðir hans var í göngutúr með guttann í kerrunni er ég og móðir mín, sem var í göngutúr með mig, rákumst á þau. Ég sá strax á svipnum á Villa að hann var að gera í bleyjuna og benti móður hans, Ágústu, á það. Hún sagði það vera misskilning hjá mér, hann væri alltaf svona á svipinn. Síðan eru liðin hátt í fjörutíu ár og enn er Villi í góðum gír.

Talandi um bleyjubörn þá er það að frétta af Litla litla að hann er tveggja vikna í dag og braggast vel. Það sést á puttunum á honum að hann er farinn að fitna vegna þess að skinnið á höndunum var eins og rúmgóðir hanskar þegar hann fæddist. Nú eru puttarnir bústnir. Svefnvenjur Litla litla eru ákjósanlegar, hann á það til að sofa heilu næturnar. Það er meira en nýbakaðir foreldrar gátu vonað.

Sjálfur hef ég verið með lítilsháttar kvef, en það er á undanhaldi.


« Fyrri síða

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 113946

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband