Leita í fréttum mbl.is

Facebook er sniðug og Börkur líka

Börkur Gunnarsson skrifaði bók um veru sína í Írak, en hann starfaði þar fyrir NATÓ um skeið. Börkur, sem er vinur minn á Facebook, bauð mér í útgáfuteiti bókarinnar. Þar sem ég var ekki viss um hvort ég kæmist þrýsti ég með músinni á „maybe“ takkann þegar ég var beðinn um að velja milli þriggja kosta, hvort ég kæmist, kæmist ekki eða kæmist kannski. Þið megið alveg kalla mig seinþroska eða bara, sem satt er, vanþroska, en ég áttaði mig á því þegar ég dreypti á rauðvíninu í útgáfuteitinu á Kaffibarnum að Facebook er stórsniðugt fyrirbæri. Með nánast engri fyrirhöfn bauð Börkur öllum sem hann þekkir og vel það í teitið á Facebook.

Facebook er sem sagt einskonar símanúmerabók sem heldur utan um vini, kunningja, fjölskyldu og stundum viðskiptavini. Kosturinn er ótvírætt sá að tenglarnir sjá sjálfir um að fylla út eyðublaðið. Ég hef aldrei verið nógu laginn við að halda símanúmerabók. Gleymi að skrá inn og það er aldrei hægt að treysta á hana, upplýsingarnar úreltar og svo framvegis.

Ég er byrjaður að lesa bókina hans Barkar (sem ég keypti í teitinu og hann áritaði) og hún er bráðskemmtileg og fræðandi. Gefur góða innsýn í þann heim sem kallast Græna svæðið í Bagdad.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Jájá, fésbók er stórsniðug. Gaman að segja frá því að þegar ég fór til Afganistan fyrr á þessu ári ásamt Héðni Halldórs þá var Börkur mikið með okkur (ásamt mörgum fleirum) á ferð þar og gisti oftast með okkur í kojusvefnskálunum, vorum oft 4 í þessum gámaklefum. Börkur er búinn að kynnast græna svæðinu í Kabúl líka, það er eiginlega meira bara stór herstöð.

Guðmundur Bergkvist, 22.11.2008 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 114013

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband