Leita í fréttum mbl.is

Ískrið í rólunni

Um daginn var ég staddur niðri á strönd. Þá heyri ég takfast ískur (íííí... íííí... íííí...) sem ég kannaðist við að hafa heyrt áður. Ég leit í kringum mig og sá að hljóðið kom úr rólu sem barn var að róla sér í. Þá rifjaðist upp fyrir mér að þetta var sama hljóðið og maður heyrði í rólunum hjá Fávitahæli Kópavogs (var þannig í símaskránni) daginn út og inn, lungann úr æskunni. Nú er hælið horfið og fávitarnir líka. Aðrir komnir í staðinn í ný hús sem byggð eru hvert ofan í annað. Það er ekki laust við að ég sakni ískursins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Kastaði mér á síðuna þín. Vildi endilega að þetta væri titill á glæpasögu. Stephen King, Mary Higgins Clark eða "SOrrSi"

Gott að þú er ekki feiminn við orð, maður þarf orðið alltaf að hugsa: "ætli megi LENGUR segja ... þetta eða hitt"  Ég geymi alltaf launamiðana sem ég á frá Fávitahælinu í Kópavogi. Fáviti ekkert ljótt fyrir gengisfall orðsins; sá sem veit fátt!

Beturvitringur, 22.6.2008 kl. 20:21

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það er alveg satt og gott að þú staðfestir þetta með Fávitahælið. Fávitar voru ekkert verri en annað fólk í gamla daga, svo víkkaði merking þess eða notkun eða hvað það nú var og þá var það orðið að níðyrði. Ískrið í rólunni er fjandi gott orð yfir spennusögu, þegar þú segir það! Það er eitthvað ógnvænlegt við það að róla sér allan daginn með þessu ískri. Oj, maður fær gæsahúð.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 23.6.2008 kl. 05:18

3 Smámynd: Beturvitringur

Eftir langvarandi gæsahúð fær maður fyrst vængi, svo hænsnakjöt og svo er það lokastigið; oddaflug!

Beturvitringur, 24.6.2008 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 113946

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband