Leita í fréttum mbl.is

Leikir manna

Fyrir nokkrum árum stofnaði ég flokk á gamla blogginu mínu (sem bilaði, forritið sem hlóð því á veraldarvefinn hætti að virka) sem hét Sýndarleikhúsið. Sýndarleikhúsið er byggt á hinni frábæru bók Games People Play eftir Eric Berne. Hann var glöggur maður og bendir á í bókinni ýmis leikrit sem leikin eru í daglegu lífi. Eitt þessara leikrita er Heimur versnandi fer. Þrátt fyrir aukna meðvitund á mörgum sviðum mannlífsins, er ekki teljandi meðvitund um Heim versnandi fer eða önnur sambærileg leikrit. Það er slæmt vegna þess að væri meiri þekking á gangverkinu að baki því myndi ekki vera fullt á hverja sýningu. Heimur versnandi fer er til dæmis ein helsta stoðin undir rekstri fjölmiðla. Þeir bókstaflega lifa á því að sviðsetja sama leikritið dag eftir dag eftir dag. Margir rithöfundar, stjórnmálamenn og kvikmyndagerðarmenn hafa hagnast vel á sviðsetningu þess. 

Stefið í leikritinu er ávalt það sama; ástand einhvers tiltekins hlutar eða fyrirbæris versnar og manninum er um að kenna. Glæpatíðni eykst, sóðaskapur eykst, eiturlyfjaneysla eykst og æ yngri stunda kynlíf osfrv. Vinsælasta uppfærslan nú um stundir er vitaskuld Heimur hlýnandi fer – af mannavöldum!

Söguþráðurinn er á þá leið að maðurinn er sóði, syndari sem skal iðrast og sýna yfirbót. Yfirbótin felst án undantekninga í kröfu um að ríkið geri eitthvað. Leikararnir sem flytja rulluna lyfta ekki litlafingri, láta ekki athafnir fylgja orðum, til að berjast gegn þeirri miklu vá sem steðjar að mannkyni að þeirra mati. Þeir tilheyra þeim hópi manna sem telja að því meira sem ríkið hafi umsjón með því betra. Þótt reynslan hafi fyrir löngu kennt að þar sem umsvif ríkisins eru minnst er velmegun mest. Í þeirra hópi eru einnig stjórnlyndir einstaklingar (nema hvort tveggja sé), einstaklingar sem telja sig vita manna best hvað öðrum er fyrir bestu og þeim einum sé treystandi til að finna lausnirnar. Og lausnin er auðvitað sú að leggja skatta, höft, á almúgann og stýra þannig kúlunni af braut glötunar.

Fjölmargir tiltölulega vel gefnir einstaklingar hafa varið ómældum tíma í aukahlutverk í leikritinu Heimur hlýnandi fer. Sprikla eins og strengjabrúður í fyrirsjáanlegri rullu sinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert flottasti og klárasti bloggvinur minn (æi, þeir eru reyndar ekki margir :) he he

Erum við með smáhlutverk eða í það minnsta statistar í þessum stykkjum?  Mér finnst ég stundum vera sett í leikrit sem ég vissi ekki einu sinni að tekin hefðu verið til sýninga og ég alveg á móti efnistökunum. Reyni samt að verjast (eða berjast).

Ég verð svo glöð á sjá blogg sem ekki eru um börn sem eru svo glöð að sjá snúðinn sinn eða hafa kúkað í koppinn

Að ég tali nú ekki um hvað það er góð tilbreyting frá því að sjá blogg frá fólki bölsótast með reiddan hnefann út í fólk sem alltaf bölsótast og það með reiddan hnefann!  a-ha! hmm?

Beturvitringur (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 114001

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband