Leita í fréttum mbl.is

Ákveðin samúð

Ég hef ákveðna samúð með mótmælum vörubílstjóra og tel að slík borgaraleg óhlýðni sé stundum þörf. Ríkið er nefnilega eins og hungraður úlfur sem heimtar meira og meira og refsar grimmilega þegar hann fær ekki sitt, en er grunsamlega slappur við að efna heit sín.

Skattar á ökutæki og eldsneyti eru réttlættir með því að fyrir þá eru lagðir vegir og reistar brýr. Þegar skatturinn var ákveðinn voru x margir bílar í landinu og til þess að standa undir x miklu vegakerfi var skatturinn x hár. Síðan þá fjölgaði bílum gríðarlega og einnig ferðamönnum sem ferðast um á bílum og greiða skatta af eldsneytinu. En göturnar eru ennþá sömu einbreiðu ræksnin og þrátt fyrir þessa tekjuaukningu af sköttum sem réttlættir eru sem vegafé, er ekki meira fé varið til vegaframkvæmda, amk. þar sem þeirra er þörf. Engum dettur heldur í hug að lækka skattana.

Það er ekki hægt að láta hungraða úlfinn komast upp með þessa rosalegu skattheimtu og svíkjast svo undan. Þessvegna hef ég ákveðna samúð með þeim sem rísa upp og segja: Hingað og ekki lengra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Úlfurinn virðist samt duglegur við að grafa sjö milljarða göng fyrir fimmtánhundruð manna byggðarfélög og þvera Mjóafjörð fyrir fleirihundruð milljónir - og dæma þar með borgarbúa til að aka á ótryggum vegum, eins og þú bentir réttilega á nýverið.

Margt í kröfum vörubílstjóra er rétt - en hvernig það réttlætir að tefja fyrir mér, sem er fórnarlamb eins og þeir, er mér hulin ráðgáta.

Ingvar Valgeirsson, 19.4.2008 kl. 22:58

2 Smámynd: Þorsteinn Þormóðsson

Borgar sig að vera sammála Sigurgeiri í einu og öllu!! Annars ertu bara bjáni! Allir eru bjánar sem ekki eru honum sammála!!!

Þorsteinn Þormóðsson, 28.4.2008 kl. 15:25

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ég hef nú sent sveit vörubílstjóra til þín Þorsteinn Annars kemur mér það á óvart að þú skulir líta á þig sem bjána fyrir það eitt að vera ósammála mér. Það hljóta að vera fleiri ástæður.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 28.4.2008 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Fyrir mér er sannleikurinn mikilvægastur. Mörgum svíður undan sannleikanum. Það verður bara að hafa það. Sannleikurinn blívur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 113946

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband