Leita í fréttum mbl.is

Hvar er lćkkunin?

LEIĐRÉTTING: Ég var búinn ađ gleyma ţví ađ skatturinn var lćkkađur úr 14% í 7% en ekki 24,5% svo glćpurinn er ekki eins hrikalegur og virđist í fyrstu. Ţađ hefđi engu ađ síđur veriđ til siđs ađ lćkka lítillega bćkurnar milli ára.

Engin merki virđast vera um ţađ ađ verđ hafi lćkkađ á bókum milli ára, ţótt skatturinn hafi veriđ lćkkađur í 7% úr 24,5%. Dćmi um verđ á bókum sömu höfunda milli ára:

2007

Harđskafi, Arnaldur Indriđason 4790. Aska, Yrsa Sigurđardóttir 4690. Dauđi trúđsins, Árni Ţórarinsson 4680.

2006

Konungsbók, Arnaldur Indriđason 4690. Sér grefur gröf, Yrsa Sigurđardóttir 4690. Farţeginn, Árni Ţórarinsson og Páll Kristinn Pálsson 4680.

Hver stal skattinum?

Allar bćkur standa í stađ í verđi milli ára nema bók Arnaldar sem HĆKKAR um 100 krónur. Ţetta eru leiđbeinandi verđin sem útgefendur prenta í Bókatíđindi. Bók sem kostađi 4690 í fyrra međ 24% skattinum kostađi 3767 án skatts. Í ár kostar ţessi sama bók 4383 án skatts. Hćkkunin er 616 kr. milli ára. Ţađ er talsverđ upphćđ. Nokkur lćti urđu ţegar sumir veitingastađir lćkkuđu ekki verđ á mat sem nam skattalćkkuninni, nú virđast allir hafa gleymt ţví skattur lćkkađi líka á bókum í 7%. Svona viđskiptahćttir eru ekki til fyrirmyndar. Lesendur geta boriđ saman verđin sjálfir, ef ţeir kjósa svo.

Ástćđan fyrir ţví ađ ţetta rifjađist upp fyrir mér er sú ađ mér fannst verđiđ frekar hátt á bók sem var á sérstöku tilbođs tilbođi, extralćkkuđu súper Múskóverđi í einhverri búđinni. Ég hef, sem áhugamađur um bókmenntir keypt bćkur íslenskra höfunda í gjafir fyrir hver jól. Á ţví verđur breyting í ár.


mbl.is Bókaflóđiđ í hámarki
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ţetta er svívirđa. Reyndar er hćgt ađ minnka mismuninn um ca 200 kall vegna verđbólgu....en samt

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.12.2007 kl. 01:32

2 Smámynd: Kristján B. Jónasson

Nú ţegar amk einn fjölmiđill hefur tekiđ ţessa undarlegu fćrslu upp sem "frétt" vćri ţađ lágmarks kurteisi viđ íslenska bókaútgefendur ađ ţú leiđréttir fćrsluna í samrćmi viđ rauđletuđ varnađarorđin efst. Ţegar virđisaukaskattur á íslenskar bćkur var tekinn upp ađ nýju í júlí 1993 af ţáverandi fjármálaráđherra, Friđriki Sophussyni, sem liđur í baráttu Viđeyjarstjórnarinnar viđ ađ koma ríkisfjármálunum í lag međ aukinni skattheimtu var ákveđiđ ađ koma á fót 14% ţrepi. Ţessi 14% virđisaukaskattur var á bókum, fjölmiđlaáskrift, húshitun og fleiri vörum fram til 1. mars 2007 ţegar hann var lćkkađur í 7%. Ţar međ er skattur á bćkur á eđlilegu róli miđađ viđ međaltal Evrópulanda. Athyglisvert er ađ skatturinn var líka lćkkađur á hljómdiskum og ţá úr 24,5% niđur í 7%. Er ţađ ekki athugunarefni líka? Ţar er miklu minna svigrúm til afslátta en hjá bókum svo verđiđ ćtti ađ endurspegla ţessa miklu skattalćkkun. Í ţađ minnsta sást ţeirrar lćkkunar vel stađ eftir 1. mars. Bókaverđ hefur lćkkađ miđađ viđ hćkkun vísitölu frá árinu 2000 og nánast stađiđ í stađ ef miđađ er viđ krónutölu. Auk ţess er verđlistaverđ í Bókatíđindum sjaldnast ţađ verđ sem neytendur greiđa fyrir bćkurnar sem gerir samanburđinn svolítiđ erfiđan og um leiđ ađ sumu leyti erfitt ađ átta sig á raunlćkkun bókaverđs. Stutt ferđ í Eymundsson eđa Bónus hefđi t.d. sýnt ađ Arnaldur var ţar seldur undir 4.000 kr. stykkiđ. Einn af kostunum viđ frjálst bókaverđ er ađ endursöluađilar geta mótađ sína verđstefnu og lćkkun virđisaukaskatts hnykkir enn á raunlćkkun bókaverđs til neytenda. Ţess ber ađ geta ađ á hverju ári gerir Félag íslenskra bókaútgefenda könnun á viđhorfum almennings til jólabókamarkađarins og ţar hafa rúm 70% ađspurđra veriđ ánćgđ m. bókaverđ undanfarin ár. Ţetta er fyrst og fremst afleiđing frjálsrar og mikillar samkeppni á jólabókamarkađi.

Kristján B. Jónasson, 31.12.2007 kl. 14:23

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ég biđst innilega afsökunar á ţessum mistökum, en ástćđan fyrir ţví ađ ég breytti ekki fćrslunni er sú ađ ég tel betra ađ lesendur sjái í hverju mistökin voru fólgin frekar en breyta fćrslunni eđa eyđa. Athugasemdin frá Kristjáni útskýrir ţađ sem útskýra ţarf.

Ég tel ţá söguskýringu Kristjáns hćpna ađ telja virđisaukaskattinn sem settur var á bćkur 1993 hafi veriđ sérstök ađgerđ til ađ koma ríkisfjármálum í lag. Ţó bćkur séu vinsćlar á Íslandi er ofmat ađ telja ţćr slíka matarkistu. Skattlagningin var miklu fremur sanngirnismál gagnvart öđrum vörum (t.d. hljómplötum og kvikmyndum) sem báru 24,5% skatt. Fagnađarefni er ađ tónlist og ritlist sitji nú viđ sama borđ en kvikmyndalistin hún er enn úti í kuldanum međ 24,5% vsk. Ţađ er mikiđ óréttlćti. Skattlagning á ekki ađ mismuna. Ţađ er grundvallaratriđi.

Í lokin vil ég ítreka ađ ég biđst velvirđingar á mistökunum og vona ađ fleiri fjölmiđlar api ekki vitleysuna upp.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 2.1.2008 kl. 16:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Hér er allt látið ósagt, kyrrt látið liggja og ekkert gefið í skyn.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband